Home Fréttir Í fréttum Vilja stöðva framkvæmdir á Stykkishólmi

Vilja stöðva framkvæmdir á Stykkishólmi

155
0
Mynd af framkvæmdasvæðinu í Stykkishólmi. Mynd: Frettabladid.is

Ellefu einstaklingar í Stykkishólmi hafa lagt fram fjórar stjórnsýslukærur til Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála vegna byggingarleyfisumsóknar á tæplega 1.000 fermetra þangverksmiðju í Stykkishólmi.

<>

Staðsetning fyrirhugaðrar verksmiðju nálægt íbúabyggð er sögð geta haft lyktar- og hávaðamengun auk sjónrænna áhrifa. Jarðvegsframkvæmdir eru hafnar.

Fram kemur hjá lögfræðingi Úrskurðarnefndar, Unnþóri Jónssyni, að farið hafi verið fram á stöðvun framkvæmda eða stöðvun yfirvofandi framkvæmda.

„Úrskurðarnefndin er að bíða eftir gögnum frá sveitarfélaginu til að geta kveðið upp úrskurð um það atriði. Þær upplýsingar hafa þó borist að ekkert byggingarleyfi hafi enn verið gefið út,“ segir Unnþór.

Heimild: Frettabladid.is