Framkvæmdir við byggingu varnargarða undir Bjólfinum á Seyðisfirði eru komnar á fullt og er von á miklum gangi í verkinu á næstu vikum.
Byrjað hefur verið á uppúrtekt og fyllingum í Öldugarði. Sett verður farg á neðsta hluta hans sem mun standa í vetur til að ná fram sigi. Reiknað er með að byrjað verði að reisa grindur í görðunum næsta vor.
Í ár hefur jafnframt verið unnið í drenskurðum, vinnuslóðum, skeringarsvæðum og nýju húsbílastæði.
Heimild: Mulathing.is