Home Fréttir Í fréttum Þetta er húsið sem ríkið keypti af Landsbankanum

Þetta er húsið sem ríkið keypti af Landsbankanum

133
0
Framkvæmdir standa enn yfir við nýja Landsbankahúsið, en ríkið hefur keypt hluta þess og mun meðal annars nota undir utanríkisráðuneytið. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Lands­bank­inn stefn­ir að því að flytja í nýtt tíu þúsund fer­metra hús­næði í Aust­ur­bakka við hlið Hörpu í miðbæ Reykja­vík­ur í lok þessa árs.

<>

Þetta seg­ir Rún­ar Pálma­son, upp­lýs­inga­full­trúi Lands­bank­ans, í sam­tali við mbl.is.

Sagt var frá því í til­kynn­ingu frá Stjórn­ar­ráðinu í gær að ríkið hefði samið um kaup á Norður­húsi við Aust­ur­bakka af Lands­bank­an­um. Hús­næðið sem ríkið samdi um er um það bil sex þúsund fer­metr­ar.

Til stend­ur að nýta það und­ir starf­semi ut­an­rík­is­ráðuneyt­is­ins og sýn­ing­ar- og menn­ing­ar­tengda starf­semi Lista­safns Íslands. Þá hef­ur ríkið lýst yfir vilja til að ganga til samn­inga um kaup á gamla Lands­banka­hús­inu að Aust­ur­stræti 11.

Gert er ráð fyr­ir að fram­kvæmd­um við Norður­hús verði lokið á ár­inu 2023 og að þá muni um 700-800 manns starfa í öllu hús­inu.

Norður­hús og Suður­hús

Hér að neðan er sýnt hvar Lands­bank­inn verður til húsa ann­ars veg­ar og ut­an­rík­is­ráðuneytið og sýn­ing­ar- og menn­ing­ar­tengda starf­semi Lista­safns Íslands hins veg­ar.

Skrif­stof­ur Lands­bank­ans verða í Suður­hús­inu næst Geirs­götu og ut­an­rík­is­ráðuneytið verður í Norður­hús­inu.

„Við mun­um nota tíu þúsund fer­metra, ríkið sex þúsund og svo eru um sex hundrað fer­metr­ar sem ætlaðir eru í versl­un eða þjón­ustu á þessu svæði,“ seg­ir Rún­ar.

Heimild: Mbl.is