Home Fréttir Í fréttum Kviknaði í vinnulyftu á sjöttu hæð

Kviknaði í vinnulyftu á sjöttu hæð

232
0
Mynd: mbl.is/Kristinn Magnússon

Slökkviliðið var kallað út fyrr í dag vegna elds sem kom upp í vinnu­lyftu utan á húsi við Háa­leit­is­braut.

<>

Að sögn varðstjóra hjá slökkviliðinu á höfuðborg­ar­svæðinu stoppaði lyft­an í sex metra hæð og kviknaði þá í henni en einn maður var í lyft­unni.

Það mun hafa gengið fljótt að eiga við eld­inn og voru iðnaðar­menn sem voru að störf­um við húsið bún­ir að slökkva eld­inn þegar slökkviliðið mætti á staðinn.

Slökkviliðið hjálpaði mann­in­um að kom­ast úr lyft­unni en hann sakaði ekki.

Heimild: Mbl.is