
Vegagerðin birti í sumar áætlun um umhverfismat fyrir væntanlegan vegstokk á Sæbraut. Skipulagsstofnun hefur leitað umsagna hjá þeim aðilum sem lögbundið er að gera, til dæmis Reykjavíkurborg.
Skipulagsfulltrúi Reykjavíkur hefur nú samþykkt umsögn um verkefnið, sem unnin var af deildarstjórum aðal- og deiliskipulags.
Þegar umsögnin er lesin vekur sérstaka athygli sá kafli hennar sem fjallar um umferðarþunga. Skipulagsfulltrúi bendir á það að í matsáætluninni sé gert ráð fyrir að umferð um Sæbraut aukist um 2% árlega næstu 20 árin.
Umræddar forsendur sé ekki að finna í aðalskipulagi og þar með ekki skýrt hvaða forsendur liggja hér að baki, þ.e. að bílaumferð muni vaxa hraðar en sem nemur íbúafjölgun og fjölgun starfa.
Heimild: Mbl.is