Home Fréttir Í fréttum Umferðarþungi ofmetinn í spám?

Umferðarþungi ofmetinn í spám?

76
0
Þannig sjá arkitektarnir fyrir sér að umhorfs verði ofan á Sæbrautarstokknum í framtíðinni. Akvegur og borgarlínubraut við Vogatorg. Tölvumynd/Akrís/Landslag/Mannvit

Vega­gerðin birti í sum­ar áætl­un um um­hverf­is­mat fyr­ir vænt­an­leg­an veg­stokk á Sæ­braut. Skipu­lags­stofn­un hef­ur leitað um­sagna hjá þeim aðilum sem lög­bundið er að gera, til dæm­is Reykja­vík­ur­borg.

<>

Skipu­lags­full­trúi Reykja­vík­ur hef­ur nú samþykkt um­sögn um verk­efnið, sem unn­in var af deild­ar­stjór­um aðal- og deili­skipu­lags.

Þegar um­sögn­in er les­in vek­ur sér­staka at­hygli sá kafli henn­ar sem fjall­ar um um­ferðarþunga. Skipu­lags­full­trúi bend­ir á það að í matsáætl­un­inni sé gert ráð fyr­ir að um­ferð um Sæ­braut auk­ist um 2% ár­lega næstu 20 árin.

Um­rædd­ar for­send­ur sé ekki að finna í aðal­skipu­lagi og þar með ekki skýrt hvaða for­send­ur liggja hér að baki, þ.e. að bílaum­ferð muni vaxa hraðar en sem nem­ur íbúa­fjölg­un og fjölg­un starfa.

Heimild: Mbl.is