Home Fréttir Í fréttum Milljónatjón í tugum íbúða í Urriðaholti

Milljónatjón í tugum íbúða í Urriðaholti

149
0
Íbúðirnar sem um ræðir eru í húsum númer 8-12, 14-18 og 9-11 við Holtsveg. mbl.is/Kristinn Magnússon

Margra millj­óna tjón varð í tug­um íbúða í nokkr­um fjöl­býl­is­hús­um í Urriðaholti í Garðabæ á föstu­dag­inn. Þá kom upp bil­un í raf­magns­götu­kassa á veg­um HS Veitna sem or­sakaði það að spenna hækkaði úr 220v í tæp­lega 400v í hluta íbúða sem götu­kass­inn var tengd­ur inn á.  Við það bilaði eða skemmd­ist fjöldi raf­tækja og í nokkr­um stiga­göng­um hef­ur ekk­ert heitt neyslu­vatn verið á síðan á föstu­dag­inn.

<>

Spenn­an fór upp í 380v

Vart varð við raf­magnstrufl­an­irn­ar um klukk­an sex síðdeg­is á föstu­dag­inn í hús­um núm­er 8-12, 14-18 og 9-11 við Holts­veg. Í kjöl­farið komust íbú­ar að því að fjöl­mörg raf­magns­tæki voru hætt að virka. mbl.is ræddi við þá Egil Sig­munds­son, sviðsstjóra raf­magns­sviðs, og Júlí­us Jóns­son, for­stjóra hjá HS Veit­um, vegna máls­ins.

Eg­ill seg­ir að bil­un hafi orðið í götu­kassa sem teng­ist inn í um­rædd fjöl­býl­is­hús. Um sé að ræða fimm vísa kerfi með núll­un úti í götu­skápn­um, en um­rædd núll­un hafi brunnið yfir. „Í hluta íbúðanna hækkaði þá spenn­an,“ seg­ir hann, en sír­it­ar á veg­um HS Veitna mældu spennu fara upp í 380v. „Það er það sem raun­veru­lega gerðist og eyðilagði ör­ugg­lega ein­hvern búnað,“ bæt­ir hann við.

Gæti haft áhrif á um 80 íbúðir

Eg­ill lýs­ir því áfram að hækk­andi spenna geti brennt yfir raf­magns­tæki, en oft eru þó yf­ir­spennu­varn­ir á raf­magns­tækj­um, sér­stak­lega á viðkvæm­um tækj­um. Þegar slík­ar varn­ir eru til staðar er það eins og þegar ör­yggi brenn­ur yfir, en ef varn­ir eru ekki til staðar í tækj­un­um get­ur það eyðilagt stjórn­borð þeirra.

Sam­tals eru 118 íbúðir tengd­ar götu­kass­an­um. Eg­ill seg­ir að spennu­hækk­un­in hafi orðið á tveim­ur af þrem­ur fös­um. Skipt­ist þeir jafnt á íbúðirn­ar mætti því reikna með tjóni í tveim­ur þriðja hluta íbúðanna, sér­stak­lega hjá þeim sem voru að nota tæki á þess­um tíma. Það þýðir að tæp­lega 80 íbúðir gætu hafa orðið fyr­ir áhrif­um af spennu­hækk­un­inni.

Spennu­hækk­un­in or­sakaði að spenn­an fór úr 220v sem er hefðbund­in spenna hér á landi upp í tæp­lega 400v. mbl.is/​Krist­inn Magnús­son

„Á okk­ar ábyrgð“

Júlí­us seg­ir að fé­lagið beini þeim til­mæl­um til íbúa sem hafi orðið fyr­ir tjóni að hafa sam­band við VÍS, trygg­inga­fé­lag HS Veitna. Spurður hvort þeir líti svo á að HS Veit­ur beri ábyrgð á tjón­inu í þessu til­viki, seg­ir Júlí­us að svo vera. „Eins og við höf­um séð þetta fyr­ir okk­ur núna þá er þetta á okk­ar ábyrgð og því vís­um við á okk­ar trygg­inga­fé­lag.“

Lík­lega tug­millj­óna­tjón

mbl.is hef­ur heyrt í tveim­ur íbú­um sem urðu fyr­ir tjóni. Meta þeir tjón í eig­in íbúðum á bil­inu 500 þúsund upp í eina millj­ón. Þá er ekki tal­inn með kostnaður við varma­skipti sem bilaði í hús­un­um, dyrasíma, ljósa­per­ur í sam­eign og jafn­vel lyft­ur. Lík­legt er því að tjónið geti numið tug­um millj­óna, en Júlí­us tek­ur þó fram að HS Veit­ur hafi enn ekki heild­ar­y­f­ir­sýn yfir hversu um­fangs­mikið tjónið sé eða hvað það er metið á mikið.

Árný Björk Árna­dótt­ir er formaður hús­fé­lags­ins við Holts­veg 12-16. Í sam­tali við mbl.is seg­ir hún að stiga­gang­ur­inn að Holts­vegi 16 sé án heits neyslu­vatns, en það á líka við um Holts­veg 14 og mögu­lega fleiri stiga­ganga í hús­un­um. Hún seg­ir að hjá sér hafi m.a. uppþvotta­vél, frystiskáp­ur, fjöldi hleðslu­tækja og far­tölva, kaffi­vél og vekj­ara­klukk­ur hætt að virka eft­ir at­vikið. Þá hafi hún heyrt um ís­skápa og sjón­vörp hjá öðrum. Einnig sé dyra­bjall­an óvirk. Met­ur hún tjónið allt að einni millj­ón.

Ann­ar íbúi sem mbl.is ræddi við mat tjónið á um hálfa millj­ón. Hjá viðkom­andi fór fryst­ir, þvotta­vél, kaffi­vél, ör­bylgju­ofn og Apple TV. Nefndi íbú­inn þó að sjón­varpið hefði ekki bilað, þrátt fyr­ir að það hefði verið í notk­un á þess­um tíma. Það versta væri þó að ekk­ert heitt neyslu­vatn væri í krön­um húss­ins og ekki hægt að fara í sturtu.

Starfs­menn HS Veitna hafa í dag farið í aðra götu­kassa í Urriðaholti og yf­ir­farið þá til að tryggja að viðlíka at­vik geti ekki komið upp aft­ur.

Heimild: Mbl.is