Home Fréttir Í fréttum Byggingar­kostnaður Edition yfir 26 milljarðar

Byggingar­kostnaður Edition yfir 26 milljarðar

249
0
Ljósmynd: Árni Sæberg

Cambridge Plaza Hotel Company ehf., móðurfélag Edition-hótelsins við hlið Hörpu, tapaði 7 milljónum dala á síðasta ári eða sem nemur ríflega 900 milljónum króna ef miðað er við meðalgengi krónunnar í fyrra. Taka skal þó fram að hótelið opnaði ekki fyrr en í október 2021 og þá aðeins að hluta.

<>

Tekjur Edition-hótelsins, sem er undir hatti Marriott hótelkeðjunnar, námu 1,8 milljónum dala eða um 227 milljónum króna. Rekstrargjöld námu 5,6 milljónum dala en þar af voru laun og launatengd gjöld um 3,3 milljónir dala eða um 427 milljónir króna. Ársverk voru 40.

Eignir félagsins voru bókfærðar á 221 milljón dala í árslok 2021 eða um 28,8 milljarða króna. Eigið fé var um 51,4 milljónir dala eða um 6,7 milljarðar króna. Langtímaskuldir námu 158 milljónum dala, eða sem nemur 20,6 milljörðum, en þar af námu langtímalán frá Arion 121,5 milljónum dala. Vaxtakostnaður félagsins af langtímalánum nam um 460 milljónum króna.

Bókfærður kostnaður við byggingu hótelsins í árslok 2021, að meðtöldum vaxtakostnaði, var kominn upp í 202,5 milljónir dala, eða sem nemur 26,4 milljörðum króna, miðað við gengi krónunnar í lok síðasta árs. Félagið fjárfesti í húsgögnum, innréttingum og tækjabúnaði fyrir 10 milljónir dala eða 1,3 milljarða króna.

Heimild: Vb.is