Home Fréttir Í fréttum Sögufrægt hús féll saman

Sögufrægt hús féll saman

211
0
Ljósmynd/Helgi Haraldsson

An­gró, sögu­frægt bryggju­hús á svæði Tækni­m­inja­safns Aust­ur­lands, hrundi í óveðrinu í dag. Þakið er enn heilt en vegg­ir húss­ins féllu sam­an.

<>

„Við lokuðum bara veg­in­um fyr­ir utan og svo höf­um við ekki verið að hætta okk­ur mikið nær til þess að skoða þetta, það er stór­hættu­legt að fara inn á þetta svæði eins og er,“ seg­ir Helgi Har­alds­son formaður björg­un­ar­sveit­ar­inn­ar Ísólfs.

Ljósmynd/Helgi Haraldsson

Ástæðan er sú að brak hef­ur verið að fjúka úr An­gró, en húsið laskaðist þegar skriður féllu í des­em­ber 2020.

Hann tel­ur að hrun An­gró sé stærsta tjónið sem veðurofs­inn hef­ur valdið á Seyðis­firði það sem af er degi, en að auki hafi verið mikið um brotn­ar bíl­rúður og ýmis foktjón auk þess sem bát­ur losnaði frá bryggju.

Heimild: Mbl.is