Home Fréttir Í fréttum Krefjast útboðs á tvöföldun Reykjanesbrautar fyrir áramót

Krefjast útboðs á tvöföldun Reykjanesbrautar fyrir áramót

129
0

Lögð var fram ályktun á aðalfundi Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum, sem haldinn var þann 17. september síðastliðinn varðandi tafir á tvöföldun Reykjanesbrautar. Í ályktuinni krefst SSS aðgerða vegna tvöföldunar brautarinnar frá Hafnarfirði að Hvassahrauni.

<>

Ályktunin í heild:

Reykjanesbraut er lífæð landsins en um hana fara nánast allir þeir ferðamenn sem koma til landsins með flugi. Það er því mikilvægt að klára tvöföldun hennar, bæði fyrir gesti sem fara þar um og ekki síður íbúa Suðurnesja.

Fundurinn krefst þess að kaflinn frá Krísuvíkurafleggjara að Hvassahrauni verði boðinn út um áramótin 2022-23.

Heimild: Sudurnes.net