Home Fréttir Í fréttum Tengi jók hagnað og veltu

Tengi jók hagnað og veltu

211
0
Ljósmynd: Facebook

Tengi, sem selur m.a. ýmis tæki fyrir eldhús og baðherbergi, hagnaðist um 217 milljónir króna á síðasta ári og jókst hagnaður um 46 milljónir milli ára.

<>

Tengi, sem selur m.a. ýmis tæki fyrir eldhús og baðherbergi, hagnaðist um 217 milljónir króna á síðasta ári og jókst hagnaður um 46 milljónir milli ára.

Rekstrartekjur námu 2,8 milljörðum og jukust um 300 milljónir frá fyrra ári. Eignir námu 1,6 milljörðum króna í lok síðasta árs, skuldir 766 milljónum og eigið fé 844 milljónum.

Anna Ásgeirsdóttir er stærsti eigandi félagsins með 52% hlut. Þórir Sigurgeirsson á 30% hlut, Guðrún Freyja Sigurjónsdóttir 10% og Drífa Sigurjónsdóttir 8%.

Heimild: Vb.is