Home Fréttir Í fréttum Hálft brúargólf steypt í Þorskafjarðarbrú

Hálft brúargólf steypt í Þorskafjarðarbrú

510
0
Steypuframkvæmdir við Þorskafjarðarbrú. Mynd: Sveinn Ragnarsson

Helmingur brúargólfs og burðarbita í nýju brúna yfir Þorskafjörð var steypt sl. föstudag samtals 130 metrar. Þetta var heljarmikil framkvæmd og stærsta steypuframkvæmd í Reykhólahreppi hingað til.

<>
Járnabindingin í nýja brúargólfinu. Mynd: Sveinn Ragnarsson

Þessi áfangi var steyptur í heilu lagi og fóru um 1.300 m3 af steypu í hann. Áður var búið að steypa sjö stöpla. Aðgerðin gekk vel og tók um 30 klst. samkvæmt Sveini Ragnarssyni á síðu Reykhólahrepps.

1300 m3 af steypu fóru í þennan áfanga. Mynd: Sveinn Ragnarsson

„Mikinn undirbúning þarf fyrir þetta stóra steypu og ekkert má fara úrskeiðis. Því voru vara tæki af öllu tagi til taks, steypubíll, steypudæla, hjólaskófla til að moka í steypustöðina og varaleiðir til vatnsöflunar.“ segir á vefsíðu Reykhóla.

Unnið dag og nótt að framkvæmdinni sem tók um 30 klst. Mynd: Sveinn Ragnarsson

Aðspurður segir Sveinn að veður og tíðarfar stjórni svo áframhaldandi steypuframkvæmdum en talað sé um að þær gætu orðið í nóvember nk. ef allt gangi upp. Það eru byggingafyrirtækið Eykt og Steypustöðin sem sjá um brúasmíðina.

Heimild: Strandir.is