Home Fréttir Í fréttum Áform um tugi íbúða í JL húsinu á næstu árum

Áform um tugi íbúða í JL húsinu á næstu árum

175
0
Mynd: Aðsend
Þorpið vistfélag hefur keypt JL húsið við Hringbraut af Myndlistarskólanum í Reykjavík og Íslandsbanka. Til stendur að útbúa um fjörutíu íbúðir í húsnæðinu og gert er ráð fyrir að þær verði tilbúnar eftir þrjú ár.

Kaupin eru gerð með fyrirvara um fjármögnun en að sögn Áslaugar Guðrúnardóttur, framkvæmdastjóra samskipta hjá Þorpinu er engin ástæða til að áætla að þau fari ekki í gegn. Hún segir að kaupin hafi ekki staðið lengi til en hlutirnir hafi gerst hratt í síðustu viku.

<>

Hugmynd Þorpsins er að breyta húsinu í íbúðarhúsnæði. Myndlistarskóli Reykjavíkur hefur aðsetur í húsinu en áður var hótelið ODDSSON einnig rekið þar. Það lokaði árið 2018.

„Húsið er byggt á súlum og það er auðvelt að gera þarna íbúðir sem ná enda á milli í húsinu frá suðri og út að sjó. Þannig þetta er eitthvað um fjörutíu íbúðir sem væri hægt að setja þarna.“

Þriggja ára ferli að framkvæmdatíma meðtöldum

Í tillögunum er gert ráð fyrir íbúðum á bilinu fimmtíu til hundrað fermetrar. Þá er fyrirhugað að hafa atvinnustarfsemi á neðstu hæð hússins.

„Samkvæmt fyrstu hugmyndum þar sem núna er bílastæði þarna á bakvið húsið breyta því bara í grænt svæði þá gætu allar íbúðirnar verið með svalir sem snúa í suður. Eða lítinn garðskála. Svo eru hugmyndir um að setja svalir að framan líka sem snúa út á sjó.“

Myndlistarskólinn í Reykjavík hefur hug á að fara annað en líklega verða íbúðirnar ekki tilbúnar fyrr en eftir þrjú ár að framkvæmdatíma meðtöldum.

„Það er reiknað með svona tveggja ára tímabili í að klára þetta allt saman. Skólinn gæti verið þarna næstu tvö árin þar til hann getur flutt eitthvað annað,“ segir Áslaug.

Heimild: Ruv.is