Home Fréttir Í fréttum Fjárfesta fyrir 30 milljarða

Fjárfesta fyrir 30 milljarða

140
0
Stefnt er að því að 5G fjarskiptakerfi nái yfir 90% landsins innan fimm ára.

Franski fjár­fest­ing­ar­sjóður­inn Ardi­an, sem í vik­unni gekk frá kaup­um á Mílu, dótt­ur­fé­lagi Sím­ans, hyggst hraða upp­bygg­ingu fjar­skiptainnviða hér á landi og verja til þess um 30 millj­örðum króna á næstu fimm árum. Stefnt er að því að 5G-fjarkipta­kerfi nái yfir 90% lands­ins inn­an fimm ára og áhersla verður lögð á lagn­ingu ljós­leiðara í dreif­býli,

<>

Rætt er við Daniel von der Schulen­burg, fram­kvæmda­stjóra og yf­ir­mann Ardi­an In­frastruct­ure, í Morg­un­blaðinu í dag.

Schulen­burg seg­ir að lögð verði áhersla á að mynda ný viðskipta­sam­bönd og að Míla hafi hug á því að eiga í viðskipt­um við fleiri fjar­skipta­fé­lög en Sím­ann ein­göngu.

„Við vilj­um hefja sam­tal við önn­ur fjar­skipta­fé­lög, til dæm­is Voda­fo­ne og Nova, um viðskipti. Það er eðli­legt að það ríki lif­andi sam­keppni á þess­um markaði sam­hliða því sem íbú­ar út um allt land hafi aðgang að ör­ugg­um og góðum fjar­skipta­teng­ing­um,“ seg­ir hann.

Þá seg­ist Schulen­burg einnig hafa skiln­ing á því að ýms­ir hafi sett fyr­ir­vara við fjár­fest­ingu er­lends aðila í fjar­skiptainnviðum á Íslandi.

Í sam­tali við blaðið fjall­ar hann um sam­bæri­leg­ar fjár­fest­ing­ar fé­lags­ins í öðrum ríkj­um, en Ardi­an hef­ur meðal ann­ars fjár­fest í fjar­skiptainnviðum í Þýskalandi, á Ítal­íu, í Banda­ríkj­un­um og á Spáni, auk annarra innviða á borð við flug­velli, vegi, orku­verk­efni, spít­ala og fleira.

„Við höf­um komið inn í verk­efni með bæði fjár­magn og reynslu og ég get með nokk­urri vissu haldið því fram að orðspor okk­ar sé gott þegar kem­ur að rekstri fjöl­breyttra innviða,“ seg­ir Schulen­burg. Þá er einnig fjallað um ör­ygg­is­mál og sam­skipti við rík­is­stjórn­ina vegna sjón­ar­miða um þjóðarör­yggi hér á landi.

Heimild: Mbl.is