Home Fréttir Í fréttum Ljúka samningum um niðurrif og uppbyggingu húsnæðis á Rauðagerðislóð

Ljúka samningum um niðurrif og uppbyggingu húsnæðis á Rauðagerðislóð

135
0
Rauðagerðislóðin svokallaða við Boðaslóð 8-10. Ljósmynd/TMS

Lögð voru fyrir bæjarráð Vestmannaeyja – í síðastliðinni viku – drög að samningi milli Vestmannaeyjabæjar og Steina og Olla ehf., um niðurrif og uppbyggingu húsnæðis á svokallaðri Rauðagerðislóð við Boðaslóð 8-10.

<>

Til stendur að rífa núverandi húsnæði Rauðagerðis og reisa þar ný hús í samræmi við tillögu Steina og Olla, sem samþykkt var að undangenginni auglýsingu um uppbyggingu svæðisins. Í samningnum er kveðið á um ýmsar forsendur við framkvæmdina.

Bæjarráð fól Angantý Einarssyni, framkvæmdastjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs að ljúka við samninginn með þeim athugasemdum og viðbótum sem ræddar voru á fundi ráðsins.

Heimild: Eyjar.net