Home Fréttir Í fréttum Nítján milljarða björgunarmiðstöð opnuð 2027

Nítján milljarða björgunarmiðstöð opnuð 2027

253
0
Húsnæðið verður tekið í notkun árið 2027. Á næsta ári verða 134 milljónum varið í verkefnið. Myndin er tekin við undirritun samnings í vor. Mynd/Stjórnarráð Íslands

Ánæsta ári á að verja 134 milljónum til að mæta upp­byggingu á nýju hús­næði fyrir alla við­bragðs­aðila á höfuð­borgar­svæðinu en á­ætlaður heildar­kostnaður verk­efnisins er 19 milljarðar og er gert ráð fyrir að hús­næðið verði tekið í notkun árið 2027.

<>

Samningur um húsnæðið var undirritaður fyrr á þessu ári en um er að ræða 30 þúsund fermetra lóð fyrir löggæslu- og viðbragðsaðila, svokallaða Björgunarmiðstöð, milli Kleppssvæðisins og Holtagarða.

Fram kom í tilkynningu fyrr á árinu að frá júní 2020 verið unnið að undirbúningi byggingar sameiginlegrar aðstöðu fyrir löggæslu- og viðbragðsaðila á höfuðborgarsvæðinu, einkum fyrir embætti ríkislögreglustjóra, Lögregluna á höfuðborgarsvæðinu, Landhelgisgæslu Íslands, Tollgæsluna, Neyðarlínuna, Slysavarnafélagið Landsbjörg og yfirstjórn Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins.

Áætlað er að þörf sameiginlegs húsnæðis fyrir starfsemina sé um 26 þúsund fermetrar. Áformað er að koma þessari almannaþjónustustarfsemi fyrir í nýbyggingu á lóðinni milli Kleppssvæðisins og Holtagarða en Framkvæmdasýslan – Ríkiseignir mun halda utan um hönnunina og framkvæmdirnar.

64 milljónir í að fjölga nemendum í lögreglunámi

Alls á að verja 21 milljarði af fjár­lögum næsta árs til lög­gæslu en miðstöðin fellur þar undir Önnur verkefni sem fjallað er um í nýju fjármálafrumvarpi eru verk­efni eins og að fjölga nem­endum í lög­reglu­námi en gert er ráð fyrir 64 milljónum í það. Þá á að verja 50 milljónum tíma­bundið til þriggja ára til að mæta til­lögum að að­gerðum til að efla rann­sókn og sak­sókn kyn­ferðis­brota, efla for­varnir og þjónustu við þol­endur og sama upp­hæð til þriggja ára til að efla að­gerðir gegn skipu­lagðri brota­starf­semi.

285 milljónir í nýtt kerfi

Þá er fjár­heimild mála­flokksins aukin um 285 milljónir til að mæta inn­leiðingu komu- og brott­farar­kerfis Schen­gen-sam­starfsins(e. Entry Exit Sy­stem) á árunum 2023 og 2024 en um er að ræða nýtt sam­ræmt skráningar­kerfi innan Schen­gen fyrir þá far­þega sem eiga upp­runa sinn utan Schen­gen eða Evrópu­sam­bandsins og ferða­lög þeirra inn í og út úr svæðinu.

Þá lækkar fjár­heimild mála­flokksins um 365,5 milljónir vegna fjögurra tíma­bundinna verk­efna sem falla niður. Þar er um að ræða 120 milljóna króna tíma­bundið fram­lag til að

styrkja lög­reglu­em­bættin á lands­byggðinni, 145,5 milljónir króna til kaupa á björgunar­bátum,

60 milljóna króna til upp­byggingar réttar­vörslu­gáttar og 40 milljóna króna til al­manna­varna.

Nánar er hægt að kynna sér inni­hald fjár­mála­frum­varpsins hér.

Heimild: Frettabladid.is