Home Fréttir Í fréttum Ásgeir skipaður formaður stýrihóps um Hringbrautarverkefnið

Ásgeir skipaður formaður stýrihóps um Hringbrautarverkefnið

169
0
Ásgeir Margeirsson. mbl.is/Ómar Óskarsson

Heil­brigðisráðherra hef­ur fram­lengt skip­un­ar­tíma stýri­hóps um verk­efni Nýs Land­spít­ala ohf. (NLSH) til 25. ág­úst 2024. Ásgeir Mar­geirs­son hef­ur verið skipaður formaður hóps­ins en skip­an hans er að öðru leyti óbreytt.

<>

Rík­is­stjórn­in samþykkti í maí 2019 til­lögu heil­brigðisráðherra og fjár­mála- og efna­hags­ráðherra um að skipa stýri­hóp til að ann­ast um­sjón og samþætt­ingu allra þátta skipu­lags fram­kvæmda við Land­spít­ala. Stýri­hóp­ur­inn var skipaður frá og með 25. ág­úst 2020 til tveggja ára. Skip­un­ar­tími stýri­hóps­ins rann út um miðjan ág­úst sl. en ákveðið var að fram­lengja hann til tveggja ára, þ.e. til 25. ág­úst 2024, að því er seg­ir í tikynn­ingu. 

Stýri­hópn­um er ætlað að hafa yf­ir­sýn yfir öll verk­efni NLSH ohf., staðfesta áætlan­ir og tryggja að verk­efnið lúti áhersl­um stjórn­valda varðandi hlut­verk Land­spít­ala, áætl­un­um um verk­efni og rekst­ur hans og byggi á stefnu í heil­brigðismál­um. Hóp­ur­inn ber ábyrgð gagn­vart heil­brigðisráðuneyt­inu og fjár­mála- og efn­hags­ráðuneyt­inu, mót­ar stefnu, ann­ast yf­ir­stjórn og sam­hæf­ingu allra þátta verk­efn­is­ins og veit­ir ráðgjöf um þróun á þjón­ustu Land­spít­ala og um­bæt­ur til framtíðar.

Stýri­hóp­ur­inn er svo skipaður:

  • Ásgeir Mar­geirs­son, formaður
  • Ásta Valdi­mars­dótt­ir, heil­brigðisráðuneyt­inu
  • Guðmund­ur Árna­son, fjár­mála- og efna­hags­ráðuneyt­inu
  • Run­ólf­ur Páls­son, Land­spít­ala
  • Gunn­ar Guðni Tóm­as­son, Lands­virkj­un.

Heimild: Mbl.is