Home Fréttir Í fréttum Tapið dróst saman hjá ÍAV

Tapið dróst saman hjá ÍAV

280
0
Sigurður Ragnarsson er forstjóri ÍAV. Ljósmynd: Eva Björk Ægisdóttir

Rekstur ÍAV batnaði til muna á síðasta ári, en félagið tapaði um hálfum milljarði samanborið við hátt í tveimur árið áður.

<>

Taprekstur ÍAV hélt áfram en dróst þó saman í fyrra, úr ríflega 1,7 milljörðum í 520 milljónir. Rekstrartekjur drógust saman um tæp 6% en kostnaður verkframkvæmda um tvöfalt það, þó enn væri hann lítillega hærri en tekjurnar. Eigið fé nam 1,3 milljörðum í lok síðasta árs.

Mynd: Vb.is

Félagið stendur í málaferlum við 105 Miðborg og Íslandssjóði en það hefur krafið þau um 3,8 milljarða króna.

Heimild: Vb.is