Home Fréttir Í fréttum Ný Ölfusárbrú verður ekki klár fyrr en 2026

Ný Ölfusárbrú verður ekki klár fyrr en 2026

244
0
Nýja brúin verður glæsileg í alla staði. Gjaldtaka verður yfir brúnna en ókeypis verður yfir núverandi brú yfir Ölfusá á Selfossi. AÐSEND

Ný brú yfir Ölfusá við Selfoss verður ekki tilbúin fyrir en árið 2026 en brúin mun fara í forval á næstu vikum og í útboð á útmánuðum.

<>

Á fimmtudaginn var hluti nýs vegar á milli Selfoss og Hveragerðis opnaður og nýtt og glæsilegt hringtorg við Biskupstungnabraut. Nýi vegurinn mun meðal annars tengjast nýrri Ölfusárbrú en miklar umferðastíflur eru oft við núverandi brú á Selfossi.

En hver er staðan á nýju brúnni?  Sigurður Ingi Jóhannsson er innviðaráðherra.

„Já, ég á von á því að hún fari í forval á næstu vikum og útboð þá á útmánuðum og að gengið verið væntanlega frá samningum við verktaka næsta haust og framkvæmdir geta þá farið af stað,“ segir Sigurður Ingi.

Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra, sem reiknar með að ný Ölfusárbrú verði tilbúin árið 2026.
MAGNÚS HLYNUR HREIÐARSSON

Hvenær ætlar þú að aka yfir nýja Ölfusárbrú ?

„Eins fljótt og hægt er en mér skilst að þetta taki alltaf þrjú ár í framkvæmd enda gríðarleg framkvæmd. 2026 held ég að sé verið að tala um.“

Veggjöld verða yfir nýju brúnna en hvað þau verða há veit engin enn þá.

„Það kemur bara í ljós þegar við verðum búin að vinna allar þær áætlanir. Það er bara í vinnslu og engin sérstök ákvörðun hefur verið tekin um það,“ sagði Sigurður Ingi.

Heimild: Visir.is