Home Fréttir Í fréttum Hjálpræðisherinn vill lóð við hlið mosku í Sogamýri í Reykjavík

Hjálpræðisherinn vill lóð við hlið mosku í Sogamýri í Reykjavík

421
0

Hjálpræðisherinn hefur sótt um lóð í Sogamýri í Reykjavík, milli lóðarinnar þar sem moska Félags múslima á að rísa og hjúkrunarheimilisins Markarinnar. Þar vill söfnuðurinn reisa um þúsund fermetra hús fyrir starfsemi sína.
Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag. Gunnar Eude, deildarstjóri Hjálpræðishersins, segir í samtali við Morgunblaðið að ekki standi til að reka gistiheimili í nýja húsinu eins og gert hefur verið um árabil í Kirkjustræti. Ætlunin sé að byggja safnaðarmiðstöð sem henti hefðbundnu safnaðarstarfi og öðru starfi sem einkennandi er fyrir Hjálræðisherinn. Vilji sé til þess að í nýja húsinu verði fjölskyldumiðstöð og móttaka fyrir innflytjendur. Hjálpræðisherinn hefur ákveðið að selja Herkastalann við Kirkjustræti og segir Gunnar að þegar hafi ýmsir sýnt því áhuga að kaupa húsið.

<>

Heimild: Rúv.is