Home Fréttir Í fréttum Heimir skammast sín fyrir Laugardalsvöll

Heimir skammast sín fyrir Laugardalsvöll

124
0

Heimir Hallgrímsson, annar landsliðsþjálfara Íslands í knattspyrnu, skammast sín fyrir þá aðstöðu sem í boði er á Laugardalsvelli. Heimir greinir frá þessu í viðtali við tímaritið Áramót sem Viðskiptablaðið gefur út.
„Fyrir það fyrsta þá skammast maður sín alltaf fyrir hvern einasta landsleik,“ segir Heimir í viðtalinu og heldur áfram: „Ef við tökum bara búningsaðstöðuna þá er hún byggð fyrir tugum árum síðan þegar lið voru með hámark 16 leikmenn í hópnum hjá sér. Núna eru 23 leikmenn og hjá mörgum landsliðum eru jafn margir starfsmenn og leikmenn. Allur þessi hópur kemst ekki inni í þessa litlu búningsklefa.“

<>

Heimir segir að hann hafi farið víða með landsliðinu og að aðstaðan á Laugardasvelli sé sú lang lélagasta: „Við getum ef til vill ekki borið okkur saman við stóru þjóðirnar, sem eiga fullt af peningum, en það er samt svolítið fúlt að lið sem spila jafnvel í 2. deildinni á Englandi séu með miklu betri aðstöðu en boðið er upp á á þjóðarleikvangi Íslands.“

Heimild: Rúv.is