Home Fréttir Í fréttum Ný Fossvogsbrú verði tilbúin í lok 2024

Ný Fossvogsbrú verði tilbúin í lok 2024

336
0
Tillagan sem bar nafnið Alda varð hlutskörpust í hönnunarkeppni. Gert er ráð fyrir umferð gangandi og hjólandi og borgarlínu í miðjunni. Teikning/Alda

Gert er ráð fyr­ir útboði við bygg­ingu nýrr­ar Foss­vogs­brú­ar um mitt næsta ár og að hún verði full­byggð og til­bú­in til notk­un­ar í lok árs 2024.

<>

Þetta kem­ur fram í ný­legri skýrslu fé­lags­ins Betri sam­göng­ur ohf.

Sam­kvæmt áætl­un­um Vega­gerðar­inn­ar sem voru kynnt­ar í lok síðasta árs áttu fram­kvæmd­ir við brúna að hefjast í byrj­un næsta árs og stóðu von­ir til að brú­in yrði til­bú­in árið 2023 eða í byrj­un árs 2024. Er því um nokkra seink­un að ræða miðað við þetta.

Um er að ræða upp­færða tíma­línu verk­efnateym­is Borg­ar­lín­unn­ar fyr­ir lotu 1. Fyrstu fram­kvæmd­ir lot­unn­ar hefjast á seinni helm­ingi þessa árs þegar byrjað verður á fyll­ingu und­ir nýja Foss­vogs­brú.

For­gang­ur verður sett­ur á að klára fram­kvæmd­ir við borg­ar­lín­una frá Hamra­borg í miðborg Reykja­vík­ur og stefnt er að því að akst­ur á þess­ari leið geti haf­ist á fyrsta árs­fjórðungi 2026.

Heimild: Mbl.is