Home Fréttir Í fréttum Fyrstu skóflustungurnar að nýjum keppnisvelli á KA-svæðinu á Akureyri

Fyrstu skóflustungurnar að nýjum keppnisvelli á KA-svæðinu á Akureyri

179
0
Rósa María Hjálmarsdóttir og Mikael Breki Þórðarson tóku fyrstu skóflustungurnar. Mynd: Dóra Sif Sigtryggsdóttir.

Fyrstu skóflustungurnar að nýjum keppnisvelli á KA-svæðinu voru teknar í gær en um er að ræða 2. áfanga framkvæmda á félagssvæðinu sem Akureyrarbær og Knattspyrnufélag Akureyrar gerðu samkomulag um í lok síðasta árs.

<>

Það voru þau Rósa María Hjálmarsdóttir, leikmaður 4. flokks KA í knattspyrnu, og Mikael Breki Þórðarson, sem leikur með 3. flokki, sem tóku fyrstu skóflustunguna.

Lokið var við 1. áfanga framkvæmdanna í sumar en hann fól í sér endurnýjun á gervigrasi á æfingavelli og var gamla gervigrasið endurnýtt á hinum svokallaða Nývangi sem liggur nær Lundarskóla.

Tilboð í jarðvegsskipti og fergjun á keppnisvelli og stúkustæði voru opnuð í lok júlí og í framhaldinu samið við G.Hjálmarsson um framkvæmdina.

Þessum áfanga er skipt upp í A- og B-áfanga. A-áfangi felur í sér jarðvinnu og fergingu á keppnisvelli en B-áfangi jarðvinnu og fergingu fyrir stúkustæði og ljósamöstur.
Í 3. áfanga verður verkið fullklárað með áhorfendastúku, fullkominni lýsingu, snjóbræðslu- og vökvunarkerfi og er áætlað að því verki ljúki árið 2023.

Heimild: Akureyri.is