Home Fréttir Í fréttum Byggja 40 nemendaíbúðir á Ísafirði

Byggja 40 nemendaíbúðir á Ísafirði

174
0
Skúrarnir verða rifnir og í staðinn mun rísa myndarlegt hús með 40 íbúðum fyrir nemendur. mbl.is/Halldór Sveinbjörnsson

Há­skóla­set­ur Vest­fjarða hef­ur stofnað sjálf­seign­ar­stofn­un um bygg­ingu og rekst­ur leigu­íbúða fyr­ir nem­end­ur. Fé­lagið hef­ur fengið lóð við Fjarðarstræti á Ísaf­irði og er áformað að fram­kvæmd­ir við 40 íbúðir hefj­ist þar í októ­ber.

<>

Á stofn­fundi sjálf­seign­ar­stofn­un­ar­inn­ar sem hald­inn var fyrr í mánuðinum kom fram að hús­næðis­skort­ur á Ísaf­irði væri flösku­háls sem hamlað gæti frek­ari þróun á starf­semi Há­skóla­set­urs­ins.

Arna Lára Jóns­dótt­ir bæj­ar­stjóri Ísa­fjarðarbæj­ar seg­ir að tals­verður skort­ur sé á hús­næði á Ísaf­irði. Fyr­ir utan nem­enda­í­búðir vanti hús­næði með góðu aðgengi fyr­ir eldra fólk. Hún fagn­ar því að nú eigi að byggja nem­enda­í­búðir, það skipti miklu máli fyr­ir sam­fé­lagið og sé fram­fara­mál. Þá von­ast hún til að sam­starf tak­ist um bygg­ingu íbúða fyr­ir íbúa 60 ára og eldri.

Heimild: Mbl.is