Home Fréttir Í fréttum Borgarlínan lögð yfir leikskólalóð

Borgarlínan lögð yfir leikskólalóð

136
0
Gert hefur verið samkomulag um að borgin útvegi annað húsnæði ef svo ber undir. Ljósmynd/Reykjavíkurborg

Borg­ar­lín­an verður lögð „nærri eða yfir“ lóð leik­skól­ans Steina­hlíðar, sem er í eigu barna­vina­fé­lags­ins Sum­ar­gjaf­ar, og þaðan yfir Sæ­braut­ar­stokk.

<>

Dag­ur B. Eggerts­son borg­ar­stjóri og Krist­ín Hagalín Ólafs­dótt­ir formaður Sum­ar­gjaf­ar und­ir­rituðu í dag sam­komu­lag, sem ger­ir ráð fyr­ir að lóðarmörk­um Steina­hlíðar verði breytt um allt að 5.000 fer­metra, en þar rek­ur borg­in sam­nefnd­an leik­skóla.

Dag­ur B. Eggerts­son borg­ar­stjóri og Krist­ín Hagalín Ólafs­dótt­ir formaður stjórn­ar barna­vina­fé­lags­ins Sum­ar­gjöf. Ljós­mynd/​Reykja­vík­ur­borg

Gætu þurft að út­vega annað land

„Ef borg­ar­lín­an fer lít­il­lega yfir lóð Steina­hlíðar mun Reykja­vík­ur­borg tryggja Sum­ar­gjöf sam­bæri­legt aðliggj­andi land að stærð og gæðum þannig að fé­lagið sé eins sett eft­ir skipt­in,“ seg­ir í frétta­til­kynn­ingu frá Reykja­vík­ur­borg.

Fyrsti áfangi borg­ar­lín­unn­ar mun fara í gegn­um landið, sem er erfðafestu­land í eigu Sum­ar­gjaf­ar.

Vilja gera Steina­hlíð og lóðina í kring að unaðsreit

„Ekki er búið að út­færa ná­kvæm­lega hvar Borg­ar­lín­an mun liggja í land­inu en hönn­un, grein­ing­ar­vinna og út­færsl­ur á ein­staka hlut­um, til dæm­is gatna­mót­um, götusniðum og gang­braut­um stend­ur yfir,“ seg­ir í frétta­til­kynn­ingu frá Reykja­vík­ur­borg.

Land Steina­hlíðar við enda Suður­lands­braut­ar sé með mikl­um trjá­gróðri og tún­um og áformi Sum­ar­gjöf að skipu­leggja landið þannig að það nýt­ist bet­ur til barn­vænn­ar starf­semi og úti­vist­ar. Þá hafi bæði Sum­ar­gjöf og Reykja­vík­ur­borg áhuga á því að fjölga leik­skóla­pláss­um á svæðinu.

„Stefnt er að því að gera Steina­hlíð og lóðina um­hverf­is að græn­um unaðsreit með auk­inni áherslu á ýmis kon­ar rækt­un; trjá­rækt, garðrækt og ma­t­jurta­rækt. Þá verði Steina­hlíð opin al­menn­ingi sem gróður­vin og úti­vist­ar­svæði að því marki sem leik­skóla­starfið leyf­ir,“ seg­ir í lok­in. Sér­stakt sam­komu­lag verður gert um kostnaðarþátt­töku borg­ar­inn­ar í tengsl­um við þróun lóðar­inn­ar.

Heimild: Mbl.is