
Við Brekkuás 2 verður reistur sjö íbúða búsetukjarni fyrir fatlað fólk, ásamt starfsmannaaðstöðu.
Í síðustu viku var undirritaður verksamningur við Gunnar Bjarnason ehf. um verkið en fyrirtækið var lægstbjóðandi í byggingu hússins í útboði fyrr í sumar.
Framkvæmdir eru að hefjast og verklok eru áætluð um miðjan október 2023. Byggingin verður á einni hæð, staðsteypt og einangruð að utan, klædd með timburklæðningu, heildarstærð 587,6 m2.
Arkitekt hússins er AVH ehf – Arkitektúr – Verkfræði – Hönnun og hönnunarstjóri er Anna Margrét Hauksdóttir arkitekt. Landslag ehf sér um landslagshönnun lóðar, Lumex sér um verkfræðiráðgjöf raflagna og Örugg verkfræðistofa sér um brunahönnun hússins.

Bygging búsetukjarnans er hluti af stefnu bæjarins um áframhaldandi uppbyggingu búsetukjarna fyrir fatlað fólk samhliða fjölgun annarra búsetuúrræða og fækkun herbergjasambýla.
Heimild: Garðabær.is