Home Í fréttum Niðurstöður útboða Ekkert tilboð barst í byggingu nýja leikskólans

Ekkert tilboð barst í byggingu nýja leikskólans

418
0
Hinn nýi leikskóli á að rísa á lóð þar sem nú er Njálsgöturóló.

Hinn 10. ág­úst síðastliðinn stóð til að opna hjá Reykja­vík­ur­borg til­boð í verkið „Miðborg­ar­leik­skóli og miðstöð barna – upp­bygg­ing nýs leik­skóla og lóða“. Svo bar við að eng­in til­boð bár­ust í verkið. Morg­un­blaðið fékk þau svör hjá borg­inni að skrif­stofa fram­kvæmda og viðhalds væri að skoða hvernig bregðast ætti við stöðunni sem upp er kom­in.

<>

Til­kynnt var árið 2020 að stefnt væri að því því að nýr leik­skóli og fjöl­skyldumiðstöð risi árið 2022 á reit sem kennd­ur er við Njáls­göturóló. Reit­ur­inn af­mark­ast af Grett­is­götu, Njáls­götu, Rauðar­ár­stíg og Snorra­braut og mun bygg­ing­in rísa fyr­ir aft­an Aust­ur­bæj­ar­bíó. Von­ast var til að fram­kvæmd­ir gætu haf­ist síðla árs 2021. Það gekk ekki upp og nú er ljóst að fram­kvæmd­ir hefjast ekki á þessu ári.

Reykja­vík­ur­borg, í sam­starfi við Arki­tekta­fé­lag Íslands, efndi sum­arið 2020 til op­inn­ar hönn­un­ar- og fram­kvæmda­sam­keppni. Fyrstu verðlaun hlutu Basalt arki­tekt­ar.

Gert er ráð fyr­ir að nýr miðborg­ar­leik­skóli rúmi 205 börn á aldr­in­um eins til sex ára. Einnig verður starf­rækt fjöl­skyldumiðstöð á efstu hæð bygg­ing­ar­inn­ar.

Bygg­ing­in verður 1.200 fer­metr­ar á þrem­ur hæðum. Aðal­inn­gang­ur er úr garði, sem teng­ir lóð og leik­skóla. Á ann­arri hæð verða heima­stof­ur elstu barn­anna ásamt aðstöðu starfs­fólks. Fjöl­skyldumiðstöð verður á þriðju hæð og teng­ist þak­g­arði.

Heimild: Mbl.is