Home Fréttir Í fréttum Vígja nýja leikskólabyggingu á morgun

Vígja nýja leikskólabyggingu á morgun

237
0
Verið er að leggja lokahönd á nýju leikskólabygginguna. Verið er að leggja lokahönd á nýju leikskólabygginguna. Ljósmynd/Reykjavíkurborg

Leik­skóla­börn í Brákar­borg mæta í nýj­an leik­skóla við Klepps­veg á morg­un. Verið er að leggja loka­hönd á nýja hús­næðið og pakka niður dóti og mun­um úr gamla leik­skól­an­um.

<>

Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu frá Reykja­vík­ur­borg.

Fram kem­ur að Brákar­borg, sem hef­ur verið til húsa í Brákar­sundi, muni geta tekið við mun fleiri börn­um eft­ir flutn­ing­inn. Fer fjöld­inn úr 44 börn­um í 110.

Heill­andi starfs­um­hverfi muni auðvelda mönn­un

„Lóðin er rosa­lega stór og fal­leg og er líka hugsuð sem miðstöð fyr­ir ná­grennið þegar leik­skól­inn er lokaður. Þetta á að vera svona sam­fé­lags­svæði,“ er haft eft­ir Sól­rúnu Óskars­dótt­ur leik­skóla­stjóra í til­kynn­ing­unni.

Fram kem­ur að Sól­rún fari ekki var­hluta af mönn­un­ar­vand­an­um frek­ar en aðrir leik­skóla­stjór­ar, en sé þó bjart­sýn á að hún nái að ráða fólk áður en öll ný börn hafa lokið aðlög­un.

„Ég held að þegar við get­um farið að sýna frá nýja leik­skól­an­um á sam­fé­lags­miðlum að þá eigi aðlaðandi starfs­um­hverfi eft­ir að heilla,“ er haft eft­ir Sól­rúnu.

Heimild: Mbl.is