Home Fréttir Í fréttum Síldarvinnslan vill reisa fóðurverksmiðju

Síldarvinnslan vill reisa fóðurverksmiðju

116
0
Mikill vöxtur hefur verið í fiskeldi hér á alndi og stefnir í vöxt í landeldi á komandi árum. Síldarvinnslan sér tækifæri í fóðurframleiðslu hér á landi. mbl.is/Helgi Bjarnason

Síld­ar­vinnsl­an hf. í Nes­kaupstað og Bi­oM­ar Group,alþjóðleg­ur fóður­fram­leiðandi fyr­ir eld­isiðnaðinn, hafa und­ir­ritað vilja­yf­ir­lýs­ingu um bygg­ingu fóður­verk­smiðju á Íslandi. Mark­miðið er að reisa hér á landi um­hverf­i­s­væna verk­smiðju þar sem kol­efn­is­spor er lág­markað með notk­un um­hverf­i­s­vænn­ar orku.

<>

Stefnt er að því að ljúka viðskipta­áætl­un­um og taka end­an­lega ákvörðun um verk­efnið fyr­ir lok árs 2022 og fram­hald­inu verði haf­ist handa við bygg­ingu verk­smiðjunn­ar, að því er seg­ir í til­kynn­ingu sem birt hef­ur verið á vef Síld­ar­vinnsl­unn­ar.

„Með verk­efn­inu skap­ast tæki­færi til að nýta fram­leiðslu Síld­ar­vinnsl­unn­ar til fóður­gerðar með þeim aðferðum sem Bi­oM­ar hef­ur þróað með ít­ar­leg­um rann­sókn­um. Fram­leiðsla Bi­oM­ar er þekkt hér á landi en Laxá hef­ur flutt inn og dreift fram­leiðslu­vör­um Bi­oM­ar um nokk­urra ára skeið,“ seg­ir í til­kynn­ing­unni.

Fiski­mjöls­verk­smiðja Síld­ar­vinnsl­unn­ar í Nes­kaupstað. Afurðir fyr­ir­tæk­is­ins hafa um ára­bil verið nýtt­ar er­lend­is í fram­leiðslku fóðurs fyr­ir fisk­eldi, en nú er stefnt að því að nýta fram­leiðsluna hé rá landi í sama til­gangi. Ljós­mynd/​Síld­ar­vinnsl­an

Þá er vak­in at­hygli á að fisk­eldi hef­ur vaxið ört á und­an­förn­um ára­tug og að stefni að frek­ari vexti, sér­stak­lega á sviði land­eld­is. „Ísland er kjör­in staðsetn­ing fyr­ir fóður­fram­leiðslu þar sem gott hrá­efni er til staðar og unnt að fram­leiða með hreinni grænni orku. Á sama tíma mun fram­leiðslan draga mjög úr þörf­inni á að flytja fóður til lands­ins. Þetta verk­efni mun hafa mjög já­kvæð um­hverf­is­leg áhrif. Bygg­ing fóður­verk­smiðju er mik­il­væg­ur þátt­ur í að auka sam­keppn­is­hæfni Íslands og eyk­ur þekk­ingu okk­ar á und­ir­stöðu fisk­eld­is sem bygg­ir á góðu fóðri.“

Síld­ar­vinnsl­an hef­ur á und­an­förn­um miss­er­um lagt aukna áherslu á fisk­eldi og festi ný­verið kaup á 34,2% hlut í eign­ar­halds­fé­lag­inu Arctic Fish Hold­ing, sem fer með alla hluti í lax­eld­is­fé­lag­inu Arctic Fish á Vest­fjörðum. En fé­lagið hef­ur frá 2002 verið meiri­hluta­eig­andi í fóður­verk­smiðjunni Laxá á Ak­ur­eyri, en Laxá er stærsti fram­leiðandi fiska­fóðurs á Íslandi.

Áfangi í auk­inni verðmæta­sköp­un

„Við höf­um í lengri tíma átt í góðu sam­bandi við Bi­oM­ar og þetta sam­starfs­verk­efni fell­ur vel að starf­semi beggja fyr­ir­tækja. Bæði fyr­ir­tæk­in leggja mikla áherslu á að hafa sjálf­bærni að leiðarljósi og reynsla okk­ar á sviði fram­leiðslu fiski­mjöls og lýs­is með sjálf­bær­um hætti mun nýt­ast vel við fram­leiðslu á hágæðafóðri fyr­ir ís­lenskt fisk­eldi og fóðrið verður sam­keppn­is­fært við er­lent fóður. Þetta er mik­il­væg­ur áfangi í auk­inni verðmæta­sköp­un á okk­ar fram­leiðslu­vör­um“ seg­ir Gunnþór Ingva­son, for­stjóri Síld­ar­vinnsl­unn­ar, í til­kynn­ing­unni.

„Það er mik­il­væg­ur hluti okk­ar stefnu að vaxa og nýta tæki­færi sem bjóðast með sjálf­bærni að leiðarljósi. Sam­starf við Síld­ar­vinnsl­una er frá­bært tæki­færi fyr­ir okk­ur til að vaxa með ís­lenska markaðnum á sjálf­bær­an hátt,“ er haft eft­ir Car­los Diaz, for­stjóra Bi­oM­ar Group. Með fóður­verk­smiðjunni verður Bi­oM­ar eini alþjóðlegi fram­leiðand­inn með viðveru hér á landi.

Heimild: Mbl.is