Home Í fréttum Undirskrift samninga utboda Framkvæmdir að hefjast við nýjan þjónustukjarna á Níunni

Framkvæmdir að hefjast við nýjan þjónustukjarna á Níunni

133
0
Elliði Vignisson bæjarstjóri Ölfuss og Þorvaldur Garðarsson eigandi Hrímgrundar ehf. Ljósmynd/Ölfus

Síðastliðinn föstudag skrifuðu þeir Elliði Vignsson bæjarstjóri og Þorvaldur Garðarson eigandi Hrímgrundar undir verksamning um byggingu þjónustukjarna Öldrunarheimilis við Egilsbraut 9 í Þorlákshöfn.

<>

Um er að ræða tæplega 150 m2 stækkun á núverandi húsnæði, ætlað til að bæta verulega þjónustu dagdvalar. Með tilkomu hinnar nýju dagdeildar verður bæði hægt að fjölga verulega þjónustuþegum og efla þjónustu. Samhliða framkvæmdinni verður ráðist í endurgerð dagstofu, tómstundarýmis og fleira.

Samningurinn við Hrímgrund hljóðar upp á rúmlega 170 milljónir og mun verkið hefjast á næstu dögum en verklok eru áætluð 1. ágúst á næsta ári.

Heimild: Sunnlenska.is