Home Fréttir Í fréttum Tvö fjölbýlishús með 87 íbúðum rísa við Skógarveg

Tvö fjölbýlishús með 87 íbúðum rísa við Skógarveg

99
0
Fyrsta skóflustundan var tekin á föstudag. Ljósmynd/ Róbert Reynisson

Loka­áfangi er haf­inn í upp­bygg­ingu leigu­íbúða fyr­ir 60 ára og eldri, sem tengj­ast þjón­ustumiðstöðinni Sléttu við Sléttu­veg í Reykja­vík. Tvö ný fjöl­býl­is­hús rísa nú við Skóg­ar­veg með 87 íbúðum, sem eru hluti af lífs­gæðakjörn­um Sjó­mannadags­ráðs, Nausta­var­ar og Hrafn­istu.

Arí­el Pét­urs­son formaður Sjó­mannadags­ráðs og Dag­ur B. Eggerts­son borg­ar­stjóri í Reykja­vík voru viðstadd­ir þegar Guðbjörn Guðjóns­son gröf­umaður hjá und­ir­verk­taka Þarfaþings tók fyrstu skóflu­stung­una vegna fram­kvæmd­anna á föstu­dag að viðstödd­um aðstand­end­um fram­kvæmd­anna.

Upp­bygg­ing lífs­gæðakjarn­ans er sam­starfs­verk­efni Sjó­mannadags­ráðs, Reykja­vík­ur­borg­ar og rík­is­ins. Fram­kvæmd­ir ann­ast Þarfaþing hf. sem skil­ar íbúðunum full­bún­um til Nausta­var­ar og er ætlað að því verði lokið seinni hluta árs­ins 2024.

Sam­bæri­legt íbúðunum við Sléttu­veg 27

Sjó­mannadags­ráð hef­ur þegar til út­leigu, í gegn­um dótt­ur­fyr­ir­tæki sitt, Nausta­vör, 60 íbúðir við Sléttu­veg 27. Verða því alls 147 íbúðir fyr­ir þenn­an ald­urs­hóp til út­leigu í lífs­gæðakjarn­an­um að fram­kvæmd­um lokn­um.

Gæði og búnaður íbúðanna verður sam­bæri­leg­ur og í nú­ver­andi íbúðum við Sléttu­veg. Inn­an­gengt er úr öll­um hús­un­um í þjón­ustumiðstöð á Sléttu­vegi.

Hrafn­ista ann­ast rekst­ur hjúkr­un­ar­heim­il­is með 99 íbúðum auk þjón­ustumiðstöðvar­inn­ar Slétt­unn­ar, sem er sam­starfs­verk­efni við aðrar fé­lags­miðstöðvar eldri borg­ara í Reykja­vík.

Hug­mynda­fræði lífs­gæðakjarn­ans snýst um það að reka sam­hliða hjúkr­un­ar­heim­ili, leigu­íbúðir og þjón­ustumiðstöðvar þar sem eldra fólki eru bún­ar aðstæður til að „há­marka lífs­gæði sín,“ að því er fram kem­ur í til­kynn­ingu frá Sjó­mannadags­ráði.

Hér má sjá teikn­ing­ar af íbúðunum.

Hraðari upp­bygg­ing þegar all­ir legg­ist á eitt

„Afar ánægju­legt er að geta með sam­hentu átaki Sjó­mannadags­ráðs, Reykja­vík­ur­borg­ar og rík­is­ins, stuðlað að jafn­víðtækri upp­bygg­ingu leigu­íbúða fyr­ir aldraða. Fram­kvæmd­in end­ur­spegl­ar hvernig slíkt sam­starf stuðlar að meiri lífs­gæðum og hraðari upp­bygg­ingu, frem­ur en að hver vinni í sínu horni,“ er haft eft­ir Sig­urði Garðars­syni, fram­kvæmda­stjóra Sjó­mannadags­ráðs og Nausta­var­ar.

Nýj­ar íbúðir Nausta­var­ar verða í tveim­ur sam­tengd­um hús­um við Skóg­ar­veg 4 og 10. Íbúðirn­ar eru ým­ist tveggja eða þriggja her­bergja á bil­inu 54 til 90 fer­metr­ar, en þrjár íbúðir verða um 120 fer­metr­ar að stærð.

Í íbúðunum er allt aðgengi gott og þær sér­hannaðar með þarf­ir eldra fólks í huga. Hurðaop og gang­ar eru breiðari en geng­ur og ger­ist, einnig eru baðher­bergi og eld­hús sér­hönnuð svo auðvelt sé að nota ým­iss kon­ar stuðnings­tæki. Reiknað er með að fyrstu íbúðirn­ar verði til­bún­ar til af­hend­ing­ar um mitt árið 2024.

„Fram­kvæmd­in end­ur­spegl­ar hvernig sam­starf stuðlar að meiri lífs­gæðum og hraðari upp­bygg­ingu, frem­ur en að hver vinni í sínu horni,“ seg­ir Sig­urður Garðars­son, fram­kvæmda­stjóri Sjó­mannadags­ráðs og Nausta­var­ar. Ljós­mynd/ Ró­bert Reyn­is­son

Und­ir báðum hús­um verður ein stór bíla­geymsla þar sem stæði verða leigð út sér­stak­lega. Einnig verða útistæði við hús­in og þar verða föst stæði einnig leigð út til íbúa með sama fyr­ir­komu­lagi og í leigu­íbúðunum sem eru við Sléttu­veg.

Heimild: Mbl.is

Previous articleLægstbjóðandi fellur frá tilboði sínu vegna byggingu leikskóla í Urriðaholti
Next articleFramkvæmdir að hefjast við nýjan þjónustukjarna á Níunni