Home Í fréttum Undirskrift samninga utboda Lægstbjóðandi fellur frá tilboði sínu vegna byggingu leikskóla í Urriðaholti

Lægstbjóðandi fellur frá tilboði sínu vegna byggingu leikskóla í Urriðaholti

419
0

Úr fundargerð Bæjarráðs Garðabæjar þann 09.08.2022

8. 2106507 – Tilboð í framkvæmdir við byggingu leikskóla í Urriðaholti.
Bæjarstjóri upplýsti um samkomulag við lægstbjóðanda Fortis ehf. þar sem félagið fellur frá tilboði sínu í framhaldi af ákvörðun kærunefndar útboðsmála frá 14. júlí sl. um að hafna kröfu Garðabæjar um að aflétta sjálfkrafa stöðvun samningsgerðar vegna útboðs.

Eitt annað tilboð barst í útboðinu frá Þarfaþingi hf. að fjárhæð kr. 1.489.083.561.

Bæjarráð samþykkir að taka tilboði Þarfaþings hf., enda falli félagið frá kæru til kærunefndar útboðsmála í málinu. Samþykktin er með fyrirvara um að uppfylltir séu allir skilmálar útboðsins og er bæjarverkfræðingi falin afgreiðsla málsins.

Previous articleFramtíð Hegningarhússins er enn óráðin
Next articleTvö fjölbýlishús með 87 íbúðum rísa við Skógarveg