Home Í fréttum Undirskrift samninga utboda Lægstbjóðandi fellur frá tilboði sínu vegna byggingu leikskóla í Urriðaholti

Lægstbjóðandi fellur frá tilboði sínu vegna byggingu leikskóla í Urriðaholti

705
0

Úr fundargerð Bæjarráðs Garðabæjar þann 09.08.2022

<>

8. 2106507 – Tilboð í framkvæmdir við byggingu leikskóla í Urriðaholti.
Bæjarstjóri upplýsti um samkomulag við lægstbjóðanda Fortis ehf. þar sem félagið fellur frá tilboði sínu í framhaldi af ákvörðun kærunefndar útboðsmála frá 14. júlí sl. um að hafna kröfu Garðabæjar um að aflétta sjálfkrafa stöðvun samningsgerðar vegna útboðs.

Eitt annað tilboð barst í útboðinu frá Þarfaþingi hf. að fjárhæð kr. 1.489.083.561.

Bæjarráð samþykkir að taka tilboði Þarfaþings hf., enda falli félagið frá kæru til kærunefndar útboðsmála í málinu. Samþykktin er með fyrirvara um að uppfylltir séu allir skilmálar útboðsins og er bæjarverkfræðingi falin afgreiðsla málsins.