Home Fréttir Í fréttum Framtíð Hegningarhússins er enn óráðin

Framtíð Hegningarhússins er enn óráðin

262
0
Hegningarhúsið hefur staðið við Skólavörðustíg frá árinu 1874. mbl.is/RAX

Enn hef­ur ekki verið tek­in um það ákvörðun hvaða starf­semi verður í Hegn­ing­ar­hús­inu við Skóla­vörðustíg. „Ráðuneytið ætti að hafa frek­ari upp­lýs­ing­ar í haust en nán­ari tíma­setn­ing ligg­ur ekki fyr­ir,“ seg­ir Elva Björk Sverr­is­dótt­ir upp­lýs­inga­full­trúi fjár­málaráðuneyt­is­ins aðspurð í skrif­legu svari.

<>

Hegn­ing­ar­húsið er eitt sögu­fræg­asta hús lands­ins. Það var byggt árið 1872 og var í 144 ár notað sem fang­elsi, eða allt til árs­ins 2016. Á efri hæð var Lands­yf­ir­rétt­ur til húsa ásamt bæj­arþingi og Hæsta­rétti síðar.

Minja­vernd og Rík­is­eign­ir gerðu með sér sam­komu­lag 2017 og aft­ur 2020 um að Minja­vernd myndi taka að sér að ann­ast viðgerðir á hús­inu. Þær hóf­ust um mitt ár 2020 og lauk í nóv­em­ber 2021. Viðgerðirn­ar náðu til ytra byrðis húss­ins, þ.e. viðgerða á glugg­um, úti­h­urðum, múr­hleðslu veggja utan og þökum. Kostnaðaráætl­un þessa ver­káfanga nem­ur um 360 millj­ón­um króna.

End­ur­bæt­ur að inn­an bíða þess að ákvörðun liggi fyr­ir um hvaða starf­semi verður í hús­inu.

Heimild: Mbl.is