Home Fréttir Í fréttum Fyrsti fundur framkvæmdanefndar þjóðarhallar í íþróttum

Fyrsti fundur framkvæmdanefndar þjóðarhallar í íþróttum

128
0
Mynd: Ingibjörg Sara Guðmundsdóttir - RÚV
Fyrsti fundur framkvæmdanefndar þjóðarhallar í íþróttum var í morgun í höfuðstöðvum ÍSÍ. Gunnar Einarsson verður formaður en auk hans sitja í nefndinni Jón Viðar Guðjónsson og Þórey Edda Elísdóttir, sem fulltrúar ríkisins, og Ólöf Örvarsdóttir og Ómar Einarsson, sem fulltrúar Reykjavíkurborgar. Ásmundur Einar Daðason, ráðherra íþróttamála, segir að koma verði skóflu í jörð sem fyrst.

„Ríki og borg eru að fara saman í þetta verkefni. Og markmiðið er enn þá það að við ætlum að ljúka við byggingu þessarar hallar fyrir árslok 2025. En ég ítreka að til þess þarf auðvitað allt að ganga upp,“ sagði Ásmundur Einar í samtali við fréttastofu.

<>

Heimild: Ruv.is