Fyrsti fundur framkvæmdanefndar þjóðarhallar í íþróttum var í morgun í höfuðstöðvum ÍSÍ. Gunnar Einarsson verður formaður en auk hans sitja í nefndinni Jón Viðar Guðjónsson og Þórey Edda Elísdóttir, sem fulltrúar ríkisins, og Ólöf Örvarsdóttir og Ómar Einarsson, sem fulltrúar Reykjavíkurborgar. Ásmundur Einar Daðason, ráðherra íþróttamála, segir að koma verði skóflu í jörð sem fyrst.