Home Fréttir Í fréttum Ljúka stígagerð upp að upp að Glerárstíflu – MYNDBAND

Ljúka stígagerð upp að upp að Glerárstíflu – MYNDBAND

348
0
Ljósmynd: Axel Þórhallsson/Pedromyndir

Þyrla hefur verið á flugi á Glerárdal í dag að flytja efni en þar eru verktakinn Finnur Aðalbjörnsson og hans menn að leggja lokahönd á göngu- og hjólastíg austan árinnar, upp að Glerárstíflu. Verið er að leggja ofaníburð og ætti það að klárast á næstu dögum. Þá verður komið endanlegt lag á stíg báðum megin árinnar.

<>

„Það er margfalt ódýrara og fljótlegra að gera þetta svona; við vorum orðnar 35 til 40 mínútur að fara eina ferð með efni á boltahjólbörum sem eru jafn breiðar og stígurinn, en þetta skotgengur núna.

Dalurinn er friðlýstur þannig að það má ekki fara með nein tæki út fyrir stíginn,“ sagði Finnur við Akureyri.net í dag. Efninu var ekið á bílaplan við stífluna og þyrlan flutti það þaðan.

Hér er hægt að horfa á stórkostlegt myndband Axels Þórhallssonar frá því í dag.

Glerárdalur er mjög vinsælt útivistarsvæði, bæði hjá gangandi fólki og hjólandi, og vitað að margir hafa beðið spenntir eftir að endanlegt lag verði lagt á stíginn.  „Þetta verður mjög fínn hringur fram að stíflu, frá Súluplaninu og til baka,“ segir Finnur.

Vinna er hafin við samskonar stíg alla leið inn að Lamba, skála Ferðafélags Akureyrar en ekki ljóst hvenær hann verður tilbúinn.

Heimild: Akureyri.net