Home Fréttir Í fréttum Aug­lýs­a eft­ir verk­efn­a­stjór­a Sund­a­braut­ar

Aug­lýs­a eft­ir verk­efn­a­stjór­a Sund­a­braut­ar

102
0
Til stendur að byrja á gerð Sundabrautar árið 2026. VÍSIR/EGILL

Vegagerðin auglýsti í vikunni eftir umsóknum um starf verkefnastjóra fyrir Sundabraut. Sá sem sækir um og fær starfið á að sinna undirbúningi fyrir byggingu Sundabrautar.

<>

Í starfsauglýsingunni segir að gert sé ráð fyrir að Sundabraut verði fjármögnuð með gjaldtöku af umferð í samræmi við lög sem samþykkt voru á Alþingi árið 2020. Bæði Sundabraut og undirbúningur hennar sé staðfest í stjórnarsáttmála og samkomulagi ríkis og Reykjavíkurborgar frá því í fyrra.

Í auglýsingunni kemur einnig fram að farið verði í umhverfismat á næstu misserum. Framkvæmdir eigi að hefjast árið 2026 og ljúka árið 2031.

Meðal annars felst starfið í stjórnun undirbúnings fyrir framkvæmdina með gerð áætlana varðandi tíma og kostnað, undirbúa útboð og öðru.

Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra, sagði í byrjun árs að Sundabraut gæti verið tilbúin eftir níu ár.

Þá sagði hann einnig að félagshagfræðileg greining sýndi 1786 til 236 milljarða ábata af Sundabraut áf fyrstu þrjátíu árum mannvirkisins.

Í júlí í fyrra var skrifað undir yfirlýsingu á vegum ríkisins og Reykjavíkurborgar um að Sundabraut yrði lögð alla leið á Kjalarnes í einni framkvæmd og hún yrði tekin í notkun árið 2031.

Heimild: Visir.is