Opnun tilboða 9. ágúst 2022. Enurbygging Laxárdalsvegar á um 7,8 km kafla. Vegurinn verður að mestu endurbyggður í vegstæði núverandi vegar með nokkrum lagfæringum á plan- og hæðarlegu. Á vegkaflanum er einbreið brú yfir Laxá sem ekki á að endurnýja, og er nýr vegur aðlagaður að henni.
Helstu magntölur eru:
– Bergskeringar 19.100 m3
– Fyllingar 26.970 m3
– Fláafleygar 24.500 m3
– Ræsalögn 314 m
– Styrktarlag 29.970 m3
– Burðarlag, útlögn 15.230 m3
– Klæðing 49.100 m2
Verkinu skal að fullu lokið 1. október 2023.