Home Fréttir Í fréttum Mikil trú á Selfoss drífur verkefnið áfram

Mikil trú á Selfoss drífur verkefnið áfram

258
0
Vignir Guðjónsson, framkvæmdastjóri Sigtúns þróunarfélags. mbl.is/Árni Sæberg

„Ég held að það sé ein­mitt aðalástæða þess að þetta hef­ur heppn­ast jafn vel og raun ber vitni. Það er svo mikið hjarta í þessu verk­efni,“ seg­ir Vign­ir Guðjóns­son, fram­kvæmda­stjóri Sig­túns þró­un­ar­fé­lags, um nýj­an miðbæ Sel­foss sem var opnaður form­lega fyr­ir rúmu ári.

<>

Þetta kem­ur fram í ViðskiptaMogg­an­um sem fylg­di Morg­un­blaðinu í gær, miðviku­dag.

„Þetta er búið að vera æv­in­týra­legt fyrsta ár og ótrú­legt hvað tím­inn hef­ur liðið hratt. Það hef­ur þó gengið á ýmsu og við þurft að tak­ast á við ýmis ófyr­ir­séð verk­efni sem rekja má til þess­ara sögu­legu at­b­urða sem hafa dunið á okk­ur und­an­far­in miss­eri,“ seg­ir Vign­ir og vís­ar til Covid-tak­mark­ana og átaka í Úkraínu.

Marg­ir höfðu efa­semd­ir

Vign­ir tel­ur óhætt að full­yrða að bæj­ar­bú­ar séu afar ánægðir með miðbæ­inn, sem þeir hafa beðið lengi eft­ir.

„Það höfðu ýms­ir efa­semd­ir, sem ég skil, en ég vona að það sé nú búið að blása á þær radd­ir í eitt skipti fyr­ir öll. Leiðarljósið í verk­efn­inu hef­ur verið að gera Sel­foss að betri stað og hönn­un miðbæj­ar­ins miðar að því að upp­fylla þarf­ir heima­manna. Við trú­um því að ef við ger­um það rétt og heima­menn noti þenn­an miðbæ til þess að sækja sér þjón­ustu, versl­un og ein­fald­lega njóta – þá muni aðrir fylgja.“

Þrett­án hús hafa nú risið í miðbæ Sel­foss og telja þau sam­tals rúm­lega fimm þúsund fer­metra. Ráðgert er að heild­ar­kostnaður við upp­bygg­ing­una verði 15 millj­arðar króna.

Heimild: Mbl.is