Home Fréttir Í fréttum Endurbætur kosta fjóra milljarða

Endurbætur kosta fjóra milljarða

191
0
Endurbætur á Myllubakkaskóla í Reykjanesbæ munu kosta sveitarfélagið um fjóra milljarða króna. mbl.is/Sigurður Bogi

Fyr­ir­hugaðar end­ur­bæt­ur á Myllu­bakka­skóla í Reykja­nes­bæ munu kosta sveit­ar­fé­lagið um fjóra millj­arða króna. Þetta staðfest­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar í sam­tali við Morg­un­blaðið, en þetta kem­ur fram í Morg­un­blaðinu í dag, mánu­dag.

<>

Eins og áður hef­ur verið greint frá hef­ur greinst tölu­verð mygla í Myllu­bakka­skóla á síðustu árum og þurfti fjöldi starfs­manna skól­ans að fara í veik­inda­leyfi vegna þess. Áður hafa lag­fær­ing­ar farið fram á skól­an­um, sem orðinn er 70 ára, en þær hafa ekki skilað ár­angri.

Ætti ekki að kosta meira að byggja frá grunni
Mar­grét A. Sand­ers bæj­ar­full­trúi Sjálf­stæðis­flokks­ins lagði fram bók­un á fundi bæj­ar­ráðs Reykja­nes­bæj­ar 4. ág­úst þar sem hún fór fram á að farið yrði vel yfir þær leiðir sem stæðu til boða við end­ur­gerð skól­ans áður en það yrði lagst í svo kostnaðarsam­ar fram­kvæmd­ir.

„Eft­ir fjög­urra millj­arða end­ur­bæt­ur sitj­um við kannski uppi með að hluta til gam­alt og úr­elt hús­næði,“ seg­ir Mar­grét í sam­tali við Morg­un­blaðið. Að henn­ar mati ætti ekki að kosta mikið meira að reisa nýtt skóla­hús­næði frá grunni.

„Við erum að gagn­rýna að það sé ekki kannað í þaula hvað þetta kost­ar miðað við þá teikn­ingu sem þeir eru að vinna með. Ætlum við kannski eft­ir smá tíma að lenda í því að þurfa að fara í aðrar end­ur­bæt­ur á þeim gamla hluta sem sit­ur eft­ir?“

Hún seg­ir mik­il­vægt að fá sér­stakt kostnaðarmat á því hvað það kosti að byggja nýj­an skóla áður en farið sé í kostnaðarsam­ar end­ur­bæt­ur á gam­alli bygg­ingu.

Heimild: Mbl.is