Home Í fréttum Niðurstöður útboða Teigskógur: Eitt tilboð í eftirlit með framkvæmdum

Teigskógur: Eitt tilboð í eftirlit með framkvæmdum

267
0
Framkvæmdir eru hafnað við vegagerð um Teigskóg. Mynd: Eggert Stefánsson.

ðeins eitt tilboð barst í eftirlit og ráðgjöf með framkvæmdum við Vestfjarðarveg (60) um Gufudalssveit, Þórisstaðir – Hallsteinsnes. Var það frá Verkís hf., Reykjavík og bauð fyrirtækið 46.200.850 kr í verkið. Verktakakostnaður samkvæmt áætlun Vegagerðarinnar var 45.100.000 kr.

<>

Verkið felur í sér nýbyggingu Vestfjarðarvegar á um 10,4 km kafla og 0,2 km kafla um Djúpadalsveg. Vegurinn er að mestu byggður í nýju vegsvæði en tengist Vestfjarðarvegi í annan endann og nýjum Djúpadalsvegi sem er í byggingu í hinn endann.

Um er að ræða vegagerð um hinn margfræga Teigskóg og eru framkvæmdir þegar hafnar. Samningar við Borgarverk ehf voru undirritaðir 9. maí í vor. Tlboðsfjárhæð Borgarverks var 1.235 milljónir króna, nærri 200 milljónum króna undir áætluðum verktakakostnaði. Verkinu skal að fullu lokið 15. október 2023.

Bjóðandi uppfyllti hæfisskilyrði útboðsins og stóðst hæfnimat segir í frétt vegagerðarinnar um opnun útboðsins.

Heimild: BB.is