Home Fréttir Í fréttum Taka húsnæðið sem lenti í leka aftur í notkun

Taka húsnæðið sem lenti í leka aftur í notkun

203
0
Aðalbygging Háskóla Íslands. Morgunblaðið/Sigurður Bogi

Hús­næði Há­skóla Íslands, sem varð illa úti í vatnsleka, verður á ný tekið í notk­un á næstu vik­um.

<>

Þetta kem­ur fram í Morg­un­blaðinu í dag, þriðju­dag.

Enn er óljóst hver mun bera kostnað af vatns­tjón­inu er varð í Há­skóla Íslands fyr­ir um ári síðan, eft­ir að göm­ul vatns­lögn gaf sig. Dóm­kvadd­ur yf­ir­matsmaður vinn­ur nú að svo­kölluðu yf­ir­mati á tjón­inu, að sögn Jóns Atla Bene­dikts­son­ar, rektors Há­skóla Íslands. Lag­fær­ing­ar á hús­næði Há­skól­ans eru hins veg­ar hafn­ar.

„Við ger­um ráð fyr­ir að allt verði klárt á næstu vik­um. Þegar kennsla hefst von­umst við til þess að rým­in verði not­hæf,“ seg­ir Jón.

Að minnsta kosti fimm stór­ar kennslu­stof­ur urðu fyr­ir skemmd­um vegna lek­ans en skrif­stofu­hús­næði varð einnig illa úti.

„Verst úti urðu Há­skóla­torgið og Gimli en nú standa þar viðgerðir yfir,“ seg­ir Jón. Í Gimli er skrif­stofu­hús­næði starfs­fólks skól­ans og fé­lags­miðstöð en kennslu­rými og kjall­ari á Há­skóla­torgi urðu einnig illa úti í vatnslek­an­um.

Deilt er um bóta­ábyrgð í mál­inu, sem er talið hafa valdið há­skól­an­um millj­arðatjóni. Rektor hef­ur sagt að hann sé staðráðinn í að sækja bóta­mál vegna vatnslek­ans af hörku.

Heimild: Mbl.is