Home Fréttir Í fréttum Tugmilljarða lóðaviðskipti

Tugmilljarða lóðaviðskipti

244
0
Þónokkur sór viðskipti hafa átt sér stað með byggingaland á þéttingarreitum að undanförnu. Ljósmynd: vb.is

Verktakar telja lóðaskort hamla uppbyggingu. Vænta má þess að lóðaverð hækki í takt við hækkandi fasteignaverð.

<>

Viðskipti með lóðir á þéttingarreitum á höfuðborgarsvæðinu nema milljörðum króna og hefur verð á reitum hækkað nokkuð samhliða hækkandi fasteignaverði. Vænta má þess að lóðaverð fylgist að einhverju leyti að við hækkandi fasteignaverð.

Samkvæmt vísitölu Þjóðskrár Íslands hefur fasteignaverð á höfuðborgarsvæðinu hækkað um 25% undanfarið ár. Erfitt er að meta nákvæmlega verðhækkanir lóða enda eru þær sjaldnast á sama stað í skipulagsferlinu frá því að síðast áttu sér stað viðskipti með sömu lóð.

Í könnun sem unnin var fyrir Samtök iðnaðarins í maí meðal stjórnenda stórra íslenskra verktakafyrirtækja töldu 72% að skortur á lóðum hefti uppbyggingu íbúða sem vænta má að ýti frekar undir hækkun fasteignaverðs.

Sjö milljarða sala á Ártúnshöfða

Kaup dótturfélags Þorpsins vistfélags ásamt hópi fjárfesta á byggingarétt að 80 þúsund fermetrum ofanjarðar á Ártúnshöfða í lok október 2021 eru líklega stærstu nýlegu lóðaviðskipti höfuðborgarsvæðisins. Þar stendur til að byggja 1.000- 1.200 íbúðir í nýju hverfi þar sem iðnaðarhúsnæði víkur fyrir íbúðabyggð.

Kaupverðið var sjö milljarðar króna. Seljandi var Árland ehf., félag í eigu arg fjárfestingasjóðs, sem stofnaður var af GAMMA.

Heimild: Vb.is