Home Fréttir Í fréttum Færa upp „kreppuhöllina“ og kaupa næsta hús

Færa upp „kreppuhöllina“ og kaupa næsta hús

313
0
Meðal leigjenda í Urðarhvarf 8 eru Orkuhúsið og Lyfjaval. Ljósmynd: Aðsend mynd

Fasteign að Urðarhvarfi 8 var bókfærð á 8,4 milljarða króna í lok síðasta árs. Eigandinn keypti fasteignina við hlið kreppuhallarinnar í maí.

<>

Fasteignafélagið Reykjastræti, sem er í 92% eigu Þorvaldur Gissurarson, eiganda ÞG verks, hagnaðist um 2,4 milljarða króna á síðasta ári. Afkomuna má einkum rekja til virðishækkunar fjárfestingaeigna en verslunar- og skrifstofuhúsnæðið að Urðarhvarfi 8, sem gengið hefur undir viðurnefninu „kreppuhöllin“, var fært upp um nærri þrjá milljarða.

Bókfært verð Urðarhvarfs 8 nam 8,4 milljörðum króna í árslok 2021, þar af var hluti fasteignarinnar sem var ekki var kominn í útleigu færður á 2,6 milljarða.

Reykjastræti festi kaup á atvinnuhúsnæði að Urðarhvarfi 4, sem stendur við hlið kreppuhallarinnar, fyrir 1,4 milljarða króna í maí síðastliðnum. Þar hefur verið rekið íbúðahótelið Icelandic Apartments og veitingastaðurinn Pure Deli.

Heimild: Vb.is