Home Í fréttum Niðurstöður útboða Opnun útboðs: Árborg. Útrás og jarðvinna hreinsistöðvar við Geitanes

Opnun útboðs: Árborg. Útrás og jarðvinna hreinsistöðvar við Geitanes

409
0
Mynd: Mbl.is
Frá fundi bæjarráðs Árborgar þann 28.07.2022

Á fundi eigna- og veitunefndar 6. júlí sl. var farið yfir gögn er vörðuðu fyrirhugað útboð í jarðvinnu vegna nýrrar hreinsistöðvar við Geitanes og fól nefndin sviðsstjóra að bjóða út jarðvinnu vegna nýrrar hreinsistöðvar í samræmi við fyrirliggjandi gögn.

<>

Útboðinu er lokið með eftirfarandi niðurstöðu:

Tilboð í verkið Útrás og jarðvinna hreinsistöðvar.


Eftirfarandi tilboð bárust í verkið:

Þjótandi ehf           145.575.800 kr. – 62,8% af kostnaðaráætlun.
Stórverk ehf          152.528.500 kr. – 65,8% af kostnaðaráætlun.
Borgarverk ehf      167.234.000 kr. – 72,1% af kostnaðaráætlun.
Gröfutækni ehf     179.892.500 kr. – 77,5% af kostnaðaráætlun.

Kostnaðaráætlun 231.980.000 kr. öll verð með vsk.

Lagt er til við bæjarráð að fela sviðsstjóra að ganga til samninga við lægstbjóðanda svo fremi sem hann uppfylli kröfur útboðsgagna.

Bæjarráð samþykkir samhljóða að fela sviðsstjóra að ganga til samninga við lægstbjóðanda svo fremi sem hann uppfylli kröfur útboðsgagna.
Previous article22.08.2022 Vetrarþjónusta gönguleiða í Reykjavík 2022-2025, austurhluti – Grafarvogur og Grafarholt – Úlfarsárdalur
Next articleReynir fjárfestir í gamla bænum á Blönduósi