Home Fréttir Í fréttum 29.08.2022 Hönnun, bygging og starfræksla sundlaugar og sjóbaða á Skagaströnd

29.08.2022 Hönnun, bygging og starfræksla sundlaugar og sjóbaða á Skagaströnd

199
0
Mynd: RÚV - Ágúst Ólafsson

Sveitarfélagið Skagaströnd undirbýr hönnun, byggingu og starfrækslu sundlaugar og sjóbaða í bænum. Sveitarfélagið leitar eftir heppilegustu lausn á verkefninu sem er best og hagkvæmust fyrir sveitarfélagið.

<>

Þetta er markaðskönnun í samræmi við 45. sbr. 46. gr. laga um opinber innkaup nr. 120/2016 (OIL).

Ýmsir möguleikar eru varðandi framkvæmd og fjármögnun verkefnisins en þeir verða að vera innan marka laga um opinber innkaup (OIL) þ.e. ekki í andstöðu við þau.

A. Sameiginleg fjármögnun á hönnun, byggingu og starfrækslu (14. gr. OIL)

Fyrirtæki/fjárfestir gæti hugsanlega fjármagnað verkefnið með styrk frá sveitarfélaginu innan heimildar 14. gr. OIL og annarra laga sem kunna að eiga við um verkefnið. Hér yrði um fjármögnun að ræða á viðskiptagrundvelli án auglýsingar á opinberum innkaupaferlum.

B. Opinber samningur um hönnun, þróun og byggingu á náttúrulegum sjóböðum og tilheyrandi aðstöðu

Hugsanlegt er að skipta verkefninu upp og bjóða fyrst út hönnun, þróun og byggingu á náttúrulegum sjóböðum með tilheyrandi aðstöðu og sundlaug en síðar bjóða út reksturinn eða leigja aðstöðuna út.

Lausnin verður að fela í sér afhendingu bæði bygginga og tilheyrandi kerfa sem nauðsynleg eru til rekstursins. Gert er ráð fyrir að krafist verði 2ja ára ábyrgðar (performance guarantee) og allrar þjálfunar starfsfólks í tækni, framkvæmd og viðhaldi á viðeigandi kerfum.

Opinbert innkaupaferli í samræmi við OIL.

C. Þjónustusamningur um starfrækslu sjóbaða og sundlaugar og tilheyrandi aðstöðu

Þegar sjóböð og sundlaug hafa verið byggð, gæti sveitarfélagið auglýst opinberan þjónustusamning um rekstur aðstöðunnar.

Opinbert innkaupaferli í samræmi við OIL.

D. Sérleyfissamningur um hönnun, byggingu, þróun og rekstur

Enn einn möguleiki er sérleyfissamningur við eitt fyrirtæki (fjárfesti) um allan pakkann, þ.e. hönnun, byggingu, þróun og rekstur sjóbaða og sundlaugar og tilheyrandi aðstöðu. Gert væri ráð fyrir rekstri næstu 25 árin. Fyrirtækið/fjárfestir fengi annaðhvort aðeins réttinn til að nýta sér aðstöðuna (með aðgangsgjöldum) eða bæði þann rétt og greiðslu frá sveitarfélaginu.

Opinbert innkaupaferli í samræmi við OIL sbr. reglugerð 950/2017 um sérleyfissamninga um verk eða þjónustu yfir viðmiðunarfjárhæðum Evrópska efnahagssvæðisins.

E. Leigusamningur undanskilinn lögum um opinber innkaup OIL

Hugsanlegt er að sveitarfélagið geti byggt sjóböðin og sundlaugina og gert í framhaldi leigusamning við fyrirtæki sem tæki að sér reksturinn á viðskiptalegum grundvelli sem fæli í sér starfrækslu á sjóböðum og sundlaug fyrir bæði íbúa og gesti sveitarfélagsins.

Lög um opinber innkaup nr. 120/2016 (OIL) taka skv. 11. gr. ekki til kaups eða leigu gegn hvers konar fjárhagslegu endurgjaldi, á jörð, byggingum sem þegar hafa verið reistar eða öðrum fasteignum eða réttindum yfir þeim.

Til að undirbúa verkefnið óskar sveitarfélagið eftir upplýsingum og/eða ráðgjöf frá áhugasömum fyrirtækjum.

Ríkiskaup eru stofnun sem heyrir undir fjármála- og efnahagsráðuneytið. Hlutverk Ríkiskaupa er að annast innkaupaferla innanlands og á Evrópska efnahagssvæðinu fyrir ríkisstofnanir og fyrirtæki og tekur einnig að sér innkaupaferla fyrir aðra opinbera aðila.

Design, building and operation of geothermal natural sea bath retreat in Skagaströnd

The municipality of Skagaströnd is preparing to design, build and operate a geothermal natural sea bath retreat in Skagaströnd. The municipality is seeking advice for the optimal solution – how this project can be implemented in the best and most economical way for the municipality.

This is a Preliminary market consultation, in accordance with Art. 45 of the Icelandic Public Procurement Act No. 120/2016 (PPA), cf. Art. 40 of Directive 2014/24/EU on public procurement.

There are several possibilities, and they must be in accordance with the PPA and regulations regarding public procurement.

A. Co-financing of the design/building and operation (art. 14 of the PPA).

If there is an interested economic operator willing to design/build the sea bath retreat as a business opportunity, the municipality could co-finance the project up to a certain amount according to art. 14 of the PPA without public procurement procedure.

B. Public Contract for design, development and construction of natural sea bath retreat

Contract with one economic operator for the development, design and construct of a natural sea bath retreat and recreational swimming pool for guests and residents of the municipality. The solution must include a turnkey delivery of the site and necessary systems. It will be required to supply technical performance guarantee of 2 years and include training of staff regarding all aspects of technical, operational and maintenance matters. Public procurement procedure in Iceland according to PPA.

C. Service contract for the operation of natural sea bath retreat

When the sea baths have been built, the municipality can publish a contract notice for the operation of the facilities. Service contract according to the PPA.

D. Concession contract for both building and operation

Another possibility is making a single contract with one economic operator (service and works concession) where one economic operator designs and constructs the sea baths and operates them for 25 years and receives either solely the right to exploit the services that are the subject of the contract or that right together with payment.

E. Lease contract excluded from the PPA

A 25-year lease contract with an economic operator excluded from the PPA according to article 11. of the PPA.

The Buyer is seeking information and/or advice from the market to prepare the intended contract.

Ríkiskaup, Central Public Procurement, operates under the auspices of the Ministry of Finance and Economic Affairs. The role of Ríkiskaup is to handle procurement procedures in domestic and foreign markets for state institutions, state corporations and the local government.