Home Fréttir Í fréttum 1,5 milljarða söluhagnaður

1,5 milljarða söluhagnaður

484
0
Ljósmynd: Haraldur Guðjónsson

Eignabyggð skipti á fasteignum og lóðum við Kaldalón sem skilaði félaginu 1,5 milljarða hagnaði.

<>

Eignabyggð ehf. hagnaðist um 1,5 milljarða króna á síðast ári eftir fasteignaviðskipti við fasteignafélagið Kaldalón. Eignabyggð seldi þá 7.100 fermetra vöruhúsnæðið að Suðurhrauni 10 í Garðabæ sem hýsir m.a. vöruhús IKEA og 7,7 þúsund fermetra vöru- og geymsluhúsnæðið að Íshellu 1 í Hafnarfirði.

Í staðinn fékk Eignabyggð félag sem heldur utan um lóðir og byggingarétt að Steindórsreit við Hringbraut. Steindórsreitur var metinn á ríflega 1,8 milljarða króna í viðskiptunum en þar er heimilt að byggja 7.600 fermetra af íbúðarhúsnæði auk atvinnurýma.

Eignabyggð er í eigu Hannesar Þórs Baldurssonar og Brynjólfs Smára Þorkelssonar.

Heimid: Vb.is