Home Fréttir Í fréttum Domus Medica-húsið selt

Domus Medica-húsið selt

178
0
Domus Medica var lokað um síðustu áramót. Domus Medica var lokað um síðustu áramót. VÍSIR/VILHELM

Domus Medica-húsið hefur verið selt til fyrirtækisins Medicus ehf.. Fyrirtækið á Heilsugæsluna á Höfða og vonast stjórnarmaður eftir því að hægt verði að byggja upp heilbrigðisþjónustu í húsinu.

<>

Þetta kemur fram í Morgunblaðinu en læknastöðin Domus Medica var lokað um síðustu áramót.

Í samtali við Morgunblaðið segir Gunnar Örn Jóhannsson, stjórnarmaður Medicus ehf. og framkvæmdastjóri Heilsugæslunnar á Höfða að ekki standi til að færa starfsemi af Höfða og í Domus Medica-húsið.

Hann vonast eftir því að geta byggt upp heilbrigðisþjónustu í húsinu en hann telur að það hafi verið aðalástæðan fyrir því að fyrrverandi eigendur hússins hafi viljað selja sér frekar en öðrum.

Í húsinu er nú móttaka fyrir flóttamenn og verður hún þar eitthvað áfram. Gunnar segist ekki vita hvernig heilbrigðisþjónustu í húsinu verði háttað, það sé of snemmt að segja til um það.

Heimild: Visir.is