Home Fréttir Í fréttum Aldrei fleiri íbúðir í byggingu á Suðurlandi

Aldrei fleiri íbúðir í byggingu á Suðurlandi

105
0
Uppbyggingin hefur aldrei verið meiri á Suðurlandi.

Íbúðir í bygg­ingu utan höfuðborg­ar­svæðis­ins hafa ekki verið fleiri síðan árið 2008. Þetta kem­ur fram í hag­sjá Lands­bank­ans.

<>

Íbúðaverð hef­ur þá hækkað enn hraðar utan höfuðborg­ar­svæðis­ins held­ur en inn­an þess en að öðru leyti þró­ast með svipuðu móti á höfuðborg­ar­svæðinu.

Mik­il upp­bygg­ing á Suður­landi

Upp­bygg­ing er mest á Suður­landi, þar sem yfir 1.100 íbúðir eru nú í bygg­ingu og hafa aldrei verið fleiri.

Um síðustu ára­mót voru um 900 íbúðir í bygg­ingu á Suður­landi og höfðu þær aldrei verið fleiri. Í lok júlí eru hins veg­ar um 1.100 íbúðir í bygg­ingu og því talið ljóst að mik­il upp­bygg­ing sé í aug­sýn á Suður­landi.

Á Vest­ur­landi og Suður­nesj­um eru tæp­lega 500 íbúðir í bygg­ingu, um 350 á Norður­landi eystra og und­ir 100 íbúðir á Aust­ur­landi, Norður­landi vestra og Vest­ur­landi.

Vísi­tala markaðsverðs hækkað

Lág­ir vext­ir og breytt­ar neyslu­venj­ur í kjöl­far far­ald­urs­ins hafa aukið eft­ir­spurn eft­ir hús­næði veru­lega, sem hef­ur valdið hækk­un á íbúðaverði.

Vísi­tala markaðsverðs íbúðar­hús­næðis hef­ur hækkað um 22% í til­viki sér­býl­is á höfuðborg­ar­svæðinu og fjöl­býli um 24% síðan í júlí í fyrra. 12 mánaða breyt­ing vísi­töl­unn­ar utan höfuðborg­ar­svæðis­ins hef­ur hins veg­ar verið meiri, eða um 29%.

Ef miðað er við fe­brú­ar 2020 er hækk­un­in nokkuð svipuð eða frá 45%-47% hvort sem litið er á sér­býli eða fjöl­býli, utan höfuðborg­ar­svæðis­ins eða inn­an þess.

Heimild: Mbl.is