Home Fréttir Í fréttum 50.000 fermetrar fyrir nýja verksmiðju

50.000 fermetrar fyrir nýja verksmiðju

286
0
„Þriggja milljóna tonna framleiðsla á ári þýðir þannig að 2,1 milljónar tonna losun koltvísýrings sparast,“ segir bæjarstjóri Ölfuss. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Heidel­berg Cement Pozzol­anic Mater­ials (HPM) ehf. sótti um tólf samliggj­andi iðnaðarlóðir í Þor­láks­höfn, sem verða sam­einaðar í eina 50 þúsund fer­metra lóð, fyr­ir nýja verk­smiðju sem fram­leiðir íblönd­un­ar­efni fyr­ir sement. Skipu­lags- og um­hverf­is­nefnd Ölfuss samþykkti lóðarút­hlut­un­ina 21. júlí.

<>

Þetta kom fram í Morg­un­blaðinu í gær, miðviku­dag.

Upp­bygg­ing gæti haf­ist 2023

„Gert er ráð fyr­ir að end­an­leg niðurstaða um gerð verk­smiðju og fjár­fest­ing­ar liggi fyr­ir á fyrsta fjórðungi næsta árs og að fram­kvæmd­ir hefj­ist þá vænt­an­lega upp úr miðju næsta ári ef allt geng­ur að ósk­um,“ seg­ir Þor­steinn Víg­lunds­son, for­stjóri Horn­steins ehf. Heidel­berg Cement á 53% í Horn­steini ehf. en þetta verk­efni er al­farið á veg­um Heidel­berg Cement. Ætla má að upp­bygg­ing­in taki allt að tvö ár, áður en verk­smiðjan tek­ur til starfa.

„Þetta er í sjálfu sér mjög áþekk starf­semi og sements­verk­smiðja en án ofns. Þarna verður efni, sem á síðan að mala, þurrkað með raf­magni og jarðvarma. Verk­smiðjan verður ein­göngu knú­in end­ur­nýj­an­leg­um orku­gjöf­um.“

Efnið verður flutt laust í sements­skip­um til Norður-Evr­ópu.

Stærsta lofts­lags­verk­efnið

„Okk­ur þykja stærstu tíðind­in í þessu vera að á bak við hver millj­ón tonn sem verk­smiðjan fram­leiðir, er dregið úr út­blæstri gróður­húsaloft­teg­unda um 700 þúsund tonn,“ seg­ir Elliði Vign­is­son, bæj­ar­stjóri Ölfuss. „Þriggja millj­óna tonna fram­leiðsla á ári þýðir þannig að 2,1 millj­ón­ar tonna los­un kolt­ví­sýr­ings spar­ast. Þetta er senni­lega stærsta lofts­lags­verk­efnið á Íslandi í dag.“

Heimild: Mbl.is