Home Fréttir Í fréttum Ístak bauð lægst í stækkun suðurbyggingar FLE

Ístak bauð lægst í stækkun suðurbyggingar FLE

201
0

Tvö tilboð bárust í stækkun suðurbyggingar Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar til norðurs, um er að ræða 7.000 fermetra viðbyggingu á þremur hæðum auk vaktturns og endurinnréttingu á um 2.000 fermetrum í suðurbyggingu.

<>

Tvö tilboð bárust í verkið og voru þau bæði yfir kostnaðaráætlun verkkaupa sem var 1.372.283.614 krónur. Ístak hf. átti lægsta tilboðið í verkið uppá tæplega einn og hálfan milljarð króna en ÍAV átti tilboð uppá rúmlega 1.700 milljónir.

Keflavíkurflugvöllur mun geta tekið á móti allt að 14 milljónum farþega á hverju ári þegar framkvæmdum við Þróunaráætlun Keflavíkurflugvallar verður lokið, sé miðað við sömu dreifingu álags og er nú. Dreifist álag með jafnari hætti yfir sólahringinn en nú er getur flugvöllurinn tekið á móti allt að 25 milljónum farþega.

Samkvæmt áætlunum gætu farþegarnir verið 14 milljónir árið 2040, en verði það fyrr mun Keflavíkurflugvöllur engu að síður vera í stakk búinn til að taka á móti umræddum fjölda.

Stækkunin verður framkvæmd í nokkrum áföngum og ræðst stærð þeirra af því hversu mikil og hröð farþegaaukningin verður. Þó er ljóst að fyrsti áfanginn verður stór vegna mikillar uppsafnaðar þarfar til afkastaaukningar, segir meðal annars í þróunaráætlun Keflavíkurflugvallar sem unnin er af rekstraraðila flugvallains, Isavia.

Heimild: Sudurnes.net