Home Fréttir Í fréttum Framkvæmt fyrir tæpan hálfan milljarð í Grindavík á næsta ári

Framkvæmt fyrir tæpan hálfan milljarð í Grindavík á næsta ári

209
0
Mynd: VF.is /Hilmar Bragi

Samkvæmt fjárhagsáætlun Grindavíkurbæjar verður eignfærð fjárfesting fyrir árið 2016 um 455 milljónir króna. Þar má helst nefna fjölgun íbúða fyrir aldraða í Víðihlíð, fyrsta áfanga í endurnýjun á Miðgarði, hafist verður handa við hönnun og útboð á nýju íþróttahúsi og breytingar og stækkun á bæjarskrifstofunum.

<>

Þá má nefna ýmislegt viðhald við gamla sundlaugarhúsið, þar á meða endurnýjun á suðurhlið, við  grunnskólann á Ásabraut, Laut, ýmsar lagfæringar á gangstéttum, lýsingu, áframhaldandi uppbygging göngu- og hjólastíga, og þá er talsverð gatnagerð. Einnig verður lögð áhersla á gróðursetningu og þá verður hafist handa við fyrsta áfanga á útikennslusvæði við Sjómannagarðinn, svo eitthvað sé nefnt.

Heimild: Grindavík.is